Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 50
44
Um upphaf
varðr hafi miðlað málum. Þá mun Hallvarðr liafa
wgengið fast að jarli og sagl honum, að stórir flolck-
ar væri safnaðir firir vestan heiðar og ætluðu að
ríða til þings og flitja þar konungs mál, ef þau hefðu
eigi framgang að öðrum kosliíí.1 Líka má ætla, að
hann hafi ógnað lionum með því, að Oddaverjar og
Þorvarðr væri í aðsigi. Loks má telja víst, að hann
liafi hótað að taka af honum jarlstignina, og
gefið í skin, að svo gæti farið, að Hrafn irði skipað-
ur ifir fleiri hjeröð enn Borgarfjörð einn af konungs-
hjeröðunum, eða jafnvel, að konungur mundi skoða
það sem landráðasök, ef hann digði nú ekki. Þetta
hreif. Nú sótli Gizur málið af einlægni við Sunn-
lendinga og Norðlendinga, bað þá með góðu og taldi
fjörráð við sig, ef þeir játuðu ekki skattinum. Þelta
síðastnefnda bendir Jjóslega til þess, að Hallvarðr
hafi liótað honum landráðasök. Þá Ijet jarl lögsögu-
manninn, sem þá var mágur hans, Ketill prestur
Þorláksson, skipa lögrjettu. í þeirri lögrjettu munu
liafa setið eintómir Sunnlendingar og Norðlendingar;
Austfirðingar vóru ekki á þingi og vestfirsku goðarn-
ir, sem þar vóru, hafa að líkindum viljað vera hlut-
lausir. Enn lögrjettan gat verið fullkomlega lögmæt
samt, því að lögsögumanni var heimilt að skipa
menn í sæti þeirra goða, sem ekki vildu ganga í set-
ur sínar eða komu ekki, þegar kvaddir vóru,2 og það
mun Ketill hafa gert. Þar var samþikt »máldaga-
brjef« það, sem að minni higgju er sá eini vGamli
sáttmáli«, er það nafn ber með rjettu, og munum
vjer síðar víkja betur að því. Skjal þetta ber það
með sjer, að það er samið af Gizuri, ellaust i saiLi-
1) Tekið svo að segja orðrjctt eftir Jóni Sigurðssini í Dipl. Isl. 1 017.
Shr. Sturl. Hafnarútg 1818, 111 319 og Hákonars.
2 Grágás, Konungsb., útg. V. F., 1 215—210, sbr. 213.