Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 158
154
Erlendar bækur.
Prestafélagsritið.
kviltun fyrir fjárframlögum séra Björns og safnaða hans er aðeins tekin
sem sýnishorn þess, hve félaginu hafi komið gjafir víða að.
Nægir að öðru leyti að benda á ummælin á bls. 38 hér að framan
og erindi séra Fr. Fr. á bls. 58 nn., um aldarafmæli „Danska trúboðs-
félagsins".
„DANSK-ISLANDSK KIRKESAG. Meddelelser fra Forretningsud-
valget“. — Köbenhavn 1921 og 1922.
Af blaði þessu komu 4 tölublöð út árið 1921, samtals 76 bls., og í ár
er komið út 1 tölublað 34 bls. Flytur blað þetta margvíslegan fróðleik
um menn og málefni kirkju vorrar og er alt, eins og að undanförnu,
skrifað af stakri velviid í vorn garð og djúpum skilningi á vorum málum.
Mesta athygli mun, þýðingin á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar
vekja. Er þess getið í hinu nýútkomna tölublaði, að Thordur sóknar-
prestur Tomasson í Horsens sé að vinna að danskri þýðingu á sálmunum.
Hafa aðeins fáir af Passíusálmunum áður verið þýddir á dönsku; Dr.
Carl Rosenberg birti þýðingu sína á 2. sálminum og einstökum versum
úr hinum sálmunum í riti sínu: „Nordboernes Aandsliv", — en eftir
landa vorn skáldið Jónas Guðlaugsson er í „Studenterhjemmets ]uIebog
1914“ þýðing á 1. sálminum og 4ða sálminum.
Nú er áhugi vaknaður hjá mörgum í Danmörku á því að kynnast •
Passíusálmunum til hlítar og vill Thordur prestur Tomasson fullnægja
þeirri þrá Ianda sinna með því að snúa sálmunum á dönsku. Megum vér
vera mjög þakklátir fyrir þetta, og það því fremur sem sýnishorn það —
tveir fyrstu sálmarnir, — sem birtist í blaðinu, ber þess vott, að þýð-
andanum hefir tekist ágætlega að ná efni og blæ sálmanna og samþýða
þýðingu sína passíusálmalögum vorum, þótt ekki bindi hann sig við ljóð-
stafi, eins og dr. Rosenberg og ]ónas Guðlaugsson gerðu.
Hér skulu sett tvö byrjunarversin í þýðingu Th. T.:
„Op, op min Sjæl og al min Hu,
op, mit Hjerte og Stemme nu;
Tanke og Tunge hjælpe til:
Herrens Pine jeg mindes vil.
Os har Sankt Poul paa Sinde lagt,
vidne vi bör af bedste Magt
over al Jorden vid og bred,
hvad for os arme Herren led“.
Til samanburðar er þýðing ]ónasar Guðlaugssonar á þessum tveimur
versum. Hún er þannig: