Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 9
5.3 Samvinna við Evrópudómstólinn, undirréttinn og dómstóla ríkja
Evrópusambandsins um túlkun EES-réttar
5.3.1 Almennar meginreglur og lagaumhverfi EES-réttar
5.3.2 Einsleitni
5.3.3 Skaðabótaábyrgð ríkis í fyrrum EES/EFTA-ríkjum
5.3.4 Samhljóða reglur um frjálsa fjármagnsflutninga í Rómarsátt-
málanum og EES-samningum eftir Maastricht- sáttmálann
5.3.5 Haldlagning á víxlmenguðu fiskimjöli byggð á varúðarregl-
unni vegna hættu á kúariðu
6. LOKAORÐ
1. INNGANGUR
1.1 Stofnun EFTA-dómstólsins
Við undirbúning að stofnun EFTA-dómstólsins var gert ráð fyrir því að
dómstóllinn yrði skipaður sjö dómurum frá þeim sjö EFTA-ríkjum sem upp-
haflega tóku þátt í samningaviðræðunum um Evrópska efnahagssvæðið.2
Raunin varð önnur. Dómstóllinn tók til starfa þann 1. janúar 1994 skipaður 5
dómurum sem tilnefndir voru af þeim EFTA-ríkjum sem tekið höfðu ákvörðun
um að gerast aðilar að Samningnum um Evrópska efnahagssvæðið: Austurríki,
Finnlandi, Islandi, Noregi og Svíþjóð en Sviss og Liechtenstein stóðu áfram
fyrir utan samstarfið. Þann 1. janúar 1995 varð frekari blóðtaka hjá EFTA-
dómstólnum þegar Austurríki, Finnland og Svíjrjóð gengu úr EFTA og urðu
aðilar að Evrópusambandinu. Dómarar þessara landa hættu störfum hjá EFTA-
dómstólnum þann 30. júní 1995.
1.2 Núverandi skipulag og uppbygging dómsins
Eftir umrót fyrstu áranna reyndist áratugurinn sem á eftir fór stöðugur og
árangursríkur. Liechtenstein varð aðili að EES-samningnum þann 1. maí 1995
og er EFTA-dómstóllinn nú skipaður þremur dómurum tilnefndum af Islandi,
Liechtenstein og Noregi. Auk dómaranna þriggja eru tilnefndir 6 varadómarar
- tveir frá hverju EES/EFTA-ríki - sem taka sæti í dóminum ef einn hinna föstu
dómara er vanhæfur eða getur af öðrum ástæðum ekki tekið þátt í málsmeðferð.
Hingað til hefur varadómari einu sinni verið kallaður til, í máli Háskólans í
Osló nr. E-l/02, þegar Dóra Guðmundsdóttir, varadómari frá Islandi, tók sæti
Þórs Vilhjálmssonar, forseta dómsins.3
Eins og gefur að skilja var Evrópudómstóllinn fyrirmynd EFTA-dóm-
stólsins. Flestir þættir í starfsemi hans voru yfirfærðir á EFTA-dómstólinn, t.d.
sú tilhögun að skipta dómstólnum niður í deildir eftir aðildarríkjum. Hver
2 Austurríki, Finnland, fsland, Liechtenstein, Noregur, Svíþjóð og Sviss.
3 Sjá athugasemdir Christa Tobler við mál E-l/02, Eftirlitsstofnun EFTA gegn Noregi. CMLR
2004, bls. 245-260.
303