Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 34
kleift að skipta upp markaðinum og nýta sér verðmismun, og að alþjóðleg
tærning vörumerkjaréttar væri til hagsbóta fyrir neytendur og leiddi til aukinnar
verðsamkeppni. Þessi nálgun liggur augljóslega til grundvallar dómi EFTA-
dómstólsins í Maglite-málinu nr. E-2/97. Hins vegar komst aðallögsögu-
maðurinn að þeirri niðurstöðu að fordæmi Evrópudómstólsins í vörumerkjarétti
væru mótuð í samræmi við innri markað Evrópubandalagsins, ekki heims-
nrarkað, og hefðu aðildarríki heimild til að innleiða reglur um alþjóðlega tæm-
ingu myndi það, eins og komið hefur í ljós, leiða til hindrana á milli aðildar-
ríkja.
í beiðni dómstóls aðildarríkisins (Chancery Division) um forúrskurð
Evrópudómstólsins í Zino Davidoff-málinu78 vísaði dómstóll aðildarríkisins
m.a. til dóms EFTA-dómstólsins í Maglite-málinu,79 Þá má einnig geta dóms
verslunarréttar Zurich, sem er dómstóll í þriðja ríki, í svokölluðu Kodak-máli.
Verslunarrétturinn komst að þeirri niðurstöðu með 4 atkvæðum gegn 1 að
einkaleyfisréttur væri háður alþjóðlegri tæmingu. I rökstuðningi sínum vísaði
dómstóllinn meðal annars til dóms EFTA-dómstólsins í Maglite-málinu,80
Einkaleyfishafinn áfrýjaði dóminum til Alríkisdómstóls Sviss þar sem niður-
stöðunni var snúið við með 3 atkvæðum gegn 2.81
Dónrur EFTA-dómstólsins í máli Merck gegn Paranova varð til þess að
áfrýjunarréttur Englands og Wales vísaði Boehringer-málinu til forúrskurðar
Evrópudómstólsins. Spurt var hvort það samræmdist vörumerkjatilskipuninni
og fordæmum Evrópudómstólsins, sérstaklega hinni svonefndu nauðsynjar-
reglu, að sá sem stundi samhliða innflutning endurpakki lyfi og noti eigin
hönnun á pakkningamar.82 Afrýjunarrétturinn benti á að svo virtist sem til væru
tvær stefnur hvað þetta varðaði í evrópsku réttarkerfi: Dómafordæmi EFTA-
dómstólsins sem og afstaða framkvæmdastjómarinnar sýni jákvæða afstöðu til
þess að aðili sem stundar samhliða innflutning hanni eigin pakkningar, en
Hæstiréttur Austurríkis, Danmerkur og Þýskalands sem og áfrýjunardómstóll í
Svíþjóð hafi komist að annarri niðurstöðu. Þar hefur nauðsynjarreglunni verið
beitt og tilvik sem samsvara málsatvikum í dómi EFTA-dómstólsins í Merck
gegn Paranova talin ólögmæt. Evrópudómstóllinn verður því enn einu sinni að
leysa úr álitaefnum senr þegar hefur verið leyst úr innan EFTA-stoðar EES-
samningsins, að þessu sinni án þess að nokkur munur sé á lagagrundvellinum.
78 Sameinuð mál nr. C-414/99 til C-416/99, 2001 ECR, 1-8691; sjá Carl Baudenbacher:
„Intemationale Erschöpfung des Markenrechts und der Begriff der Zustimmung". European Law
Reporter 2001, 382 ff.
79 2001 EWCA Civ 971, 2001 IRLR 542, 22. júní 2001.
80 Kodak SA gegn Jumbo-Market AG, ZR 1998 nr. 112.
81 BGE 126 III 129.
82 (2004) EWCA (Civ) 129.
328