Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 65
Þessi niðurstaða var studd frekar með rökstuðningi er byggðist á grund-
vallarmuninum á eðli EES-samningsins og bandalagsréttar.
Að mati íslenska ríkisins varð við það að miða að í tilvikum þar sem efni
dómsniðurstöðu Evrópudómstólsins félli ekki undir 6. gr. EES-samningsins, en
gæti þrátt fyrir það haft áhrif á einsleita túlkun EES-samningsins, yrði að fjalla
um málið með þeim hætti og af þeim aðilum sem gert er ráð fyrir í 105.-111. gr.
EES-samningsins, en ekki af EFTA-dómstólnum.
Að lokum taldi íslenska ríkið að spumingin um skaðabótaskyldu ríkisins í
þessu máli lyti í raun að áhrifum þjóðréttarlegrar skuldbindingar sem réttar-
heimildar í íslenskum landsrétti. Með öðmm orðum lyti álitaefnið að túlkun
íslenskra laga að því er varðar tengslin milli landslaga og þjóðaréttar og ætti því
ekki undir lögsögu EFTA-dómstólsins.
5.1.4 Ríkisstjórn Noregs
Ríkisstjóm Noregs taldi, líkt og ríkisstjóm íslands, að meginreglan um
skaðabótaábyrgð ríkisins væri ekki hluti EES-réttar. Til stuðnings þessu áliti sínu
byggði ríkisstjómin á muninum á milli EES-samningsins og bandalagsréttar.
EES-samningnum var lýst sem þjóðréttarsamningi sem skapaði réttindi og
skyldur milli samningsaðila en fæli ekki í sér þá yfirþjóðlegu þætti sem ein-
kenna bandalagsrétt og vísaði til álits Evrópudómstólsins nr. U91.76
Ríkisstjómin viðurkenndi að EES-samningurinn fæli í sér kvaðir um að
aðiIdarrfki fullnægðu samningsskuldbindingum sínum, sérstaklega í 3., 7. og
104. gr. EES-samningsins og í bókun 35 við samninginn, en hélt því fram að
þessi ákvæði væru byggð á þeirri forsendu að EES-samningurinn fæli ekki í sér
framsal löggjafarvalds, og að sérstök lögtaka væri nauðsynleg til að EES-
reglum yrði beitt í landsrétti.
I þessu tilliti var fjallað um kenninguna um „tvíeðli“ sem beitt er í norrænu
ríkjum EFTA en hún felur í sér að þjóðréttarlegar skuldbindingar verða ekki
hluti landsréttar fyrr en þær hafa verið lögleiddar sérstaklega. Hér er um að
ræða lögfestingu umfram samþykki á fullgildingu. EES-samningurinn fæli
hvorki í sér framsal löggjafarvalds né afsal kenningarinnar um tvíeðli lands-
réttar og þjóðaréttar. Þetta þýddi að mati rrkisstjómarinnar að EES-reglur gætu
ekki haft bein réttaráhrif.
EES-samningurinn hefur ekki að geyma ákvæði um skaðabótaskyldu ríkis
og að mati ríkisstjómarinnar benti það sterklega til þess að samningsaðilar hafi
ekki undirgengist neinar skyldur í þessu sambandi.
Þeir sem stóðu að gerð EES-samningsins hafi tekið sérstaklega á því
álitaefni hvaða gildi samningurinn ætti að hafa í landsrétti viðkomandi ríkja;
það hafi verið með lögtöku ákvæðanna sem var ætlað að gilda fyrir borgara
ríkisins. Það væri því farið á svig við þessa ráðagerð ef EFTA-dómstóllinn
staðfesti að samningsbrot leiddu til skaðabótaábyrgðar, þar sem samningurinn
^6 Sjá neðanmálsgrein nr. 65.
359