Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 63
grundvelli bandalagsréttar, sjá dóma Evrópudómstólsins í Francovich-málinu,
málsgrein 42, og Brasserie du Pécheur-málinu, annar liður dómsorðsins. Því sé
meginatriðið sem á reyni í þessu máli hvers efnis þær skyldur séu sem samn-
ingsaðilar hafa tekið á sig, með tilliti til aðlögunar landslaga að tilskipunum
sem eru hluti EES-samningsins. Eftirlitsstofnun EFTA taldi að nokkur einkenni
EES-samningsins - þar á meðal hið skýra markmið um einsleitni, viðurkenning
á því mikilvæga hlutverki sem einstaklingar muni gegna við að fylgja réttindum
sínum eftir fyrir dómstólum og sá yfirlýsti tilgangur að tryggja jafnræði ein-
staklinga og aðila í atvinnurekstri - beri öll vitni þess að samningsaðilar hljóti
að hafa séð fyrir að þær skyldur, sem þeir tóku á sig með tilliti til þess að taka
upp í löggjöf sína tilskipanir sem eru hluti EES-samningsins, tækju einnig til
þeirrar skyldu sem hvílir á aðildarríkjum Evrópubandalagsins að bæta tjón sem
leiðir af vanrækslu þeirra við aðlögun landsréttar að tilskipununum.
Eftirlitsstofnunin taldi að 7. gr. EES-samningsins, sem hefur 189. gr.
Rómarsamningsins að fyrirmynd, styddi þessa niðurstöðu sem og 3. gr. EES-
samningsins, sem með hliðsjón af 6. gr. hans sé efnislega samhljóða 5. gr. Rs.
sem Evrópudómstóllinn vísaði til í Francovich-málinu.
Eftirlitsstofnunin tókj að lokum fram að það að ekki væri sérstakt ákvæði í
EES-samningnum um skaðabótaábyrgð ríkis styddi ekki þær ályktanir sem af
því væru dregnar um vilja samningsaðilanna. Sérstakt ákvæði af þessari gerð
hefði falið í sér frávik frá þeim meginreglum sem byggt var á við uppsetningu
og gerð samningsins.
Hvað varðar þau skilyrði sem skaðabótaskylda ríkis er háð, taldi eftirlits-
stofnunin að þau skilyrði sem sett hafa verið af Evrópudómstólnum ættu einnig
við þegar EES væri annars vegar.
5.1.3 Stefndi - íslenska ríkið
íslenska ríkið gekk út frá því að fræðilega séð mætti byggja meginreglu um
skaðabótaábyrgð ríkis á þremur stoðum.
í fyrsta lagi mætti byggja hana á meginreglunni um skaðabætur utan
samninga í íslenskum rétti. Ef svo væri félli álitaefnið utan lögsögu EFTA-
dómstólsins.
Að öðrum kosti væri hægt að byggja meginregluna á því að Francovich-
dómurinn sé hluti EES-samningsins fyrir tilstilli 6. gr. hans, eða á því að í EES-
samningnum sjálfum felist regla sem megi byggja skaðabótaábyrgð ríkis á. Að
mati íslenska ríkisins gat hvorki 6. gr. né EES-samningurinn í heild verið
grundvöllur meginreglunnar um skaðabótaábyrgð ríkis.
í almennum athugasemdum fjallaði íslenska ríkið um þann grundvallarmun
sem væri á EES-samningnum og bandalagsrétti þegar eðli, tilgangur og efni
EES-samningsins og Rómarsamningsins væri borið saman. Samvinna innan
bandalagsins væri mun víðtækari og hefði að markmiði sem víðtækastan sam-
runa á mörgum sviðum, en EES-samningurinn mælti fyrir um samvinnu samn-
ingsaðila á mun þrengra sviði. Þetta kæmi fram í áliti Evrópudómstólsins í áliti
357