Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 114
1. Mál E-7/00 Halla Helgadóttir gegn Daníel Hjaltasyni og
Vátryggingafélagi Islands /;/.43
2. Mál E-3/01 Alda Viggósdóttir gegn íslandspósti hf.44
3. Mál E-4/01 Karl K. Karlsson hf. gegn íslenska ríkinu.45
I málum Höllu Helgadóttur og Karls K. Karlssonar hafði löggjafinn þegar
gert breytingar á lögum, en bæði málin tóku til tímabils áður en breytingamar
höfðu tekið gildi.
3. MÁL SEM EKKI VARÐA ÍSLAND BEINT
3.1 Mál E-l/99 Veronika Finanger46
I þessari umfjöllun hefur verið skoðað nreð hvaða hætti mál sem varða
Island beint hafa komið til framkvæmda á íslandi, og er því ekki úr vegi næst
að skoða stuttlega hvort önnur mál fyrir EFTA-dómstólnum hafa komið til
umfjöllunar á Islandi með beinum eða óbeinum hætti.
Fyrst ber að nefna í þessu sambandi hið margumtalaða og umdeilda
Finanger-mál, en Hæstiréttur Noregs óskaði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dóm-
stólsins í því rnáli. Var dómstóllinn í aðalatriðum beðinn um að svara þeirri
spurningu, hvort það væri ósamrýmanlegt þremur tilteknum ökutækjatilskip-
unum ESB að útiloka farþega, sem slasast í akstri á vélknúnu ökutæki sem hann
fór sjálfviljugur með, frá bótum, ef farþeginn vissi eða mátti vita að ökumaður
ökutækis var undir áhrifum áfengis þegar slysið varð.
Ein helstu rök tryggingafélagsins, sem kröfur sóknaraðila (Veronika
Finanger) beindust gegn, voru þau að tilskipanir um ábyrgðartryggingar vegna
notkunar vélknúinna ökutækja tækju ekki til reglna um skaðabótaábyrgð,
heldur einungis til vátryggingareglna. EFTA-dómstóllinn taldi, í ljósi hinna
þriggja tilskipana sem um ræddi, að greinarmunur byggður annars vegar á
ákvæðum um skaðabótaábyrgð og hins vegar á ákvæðum um vátryggingar
hefði ekki úrslitaáhrif í málinu. I heild sinni kveði tilskipanimar á um tak-
mörkun á því að hvaða marki tryggingafélög geta borið fyrir sig samnings-
skilmála eða innlend lagaákvæði um skaðabótaábyrgð í þeim tilgangi að útiloka
ákveðnar aðstæður að öllu leyti frá vátryggingagreiðslum.
Hvað varðar spuminguna um eigin sök bótakrefjanda lét EFTA-dómstóllinn
nægja að taka fram að eigin sök bótakrefjanda ætti undir vissum kringum-
stæðum að geta leitt til lækkunar vátryggingabóta. Þó bæri að virða þær reglur
sem settar væru fram í tilskipuninni um ábyrgðartryggingu vélknúinna öku-
tækja. Niðurstaða sem fæli það í sér að farþega ökutækis, sem ekið hefði verið
43 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2000-2001, bls. 246.
44 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls. 202.
45 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls. 240.
46 Mál E-l/99 Storebrand Skadeforsikring AS gegn Veronika Finanger (1999). Skýrsla EFTA-
dómstólsins 1999, bls. 119.
408