Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 20
þyrfti heldur hvort aðgengi vara frá öðrum EES-ríkjum væri hindrað umfram
aðgengi innlendra vara. Dómstóllinn taldi því ekki nauðsynlegt að skera úr um
hvort viðmiðið um 4,75% alkóhólmagn snerist eingöngu um sölufyrirkomulag
eins og við átti í Keck-dómi Evrópudómstólsins.44 Ef hægt er að sýna fram á að
lögbundin skipting hafi mismunandi áhrif á innlendar og erlendar vörur vegna
þess að munur er á eiginleikum vörunnar í hinum ýmsu löndum, getur það orðið
til þess að um mismunun milli innlendrar og erlendrar framleiðslu sé að ræða.
Þá taldi dómstóllinn einnig að um mismunun skv. 11. gr. EES-samningsins væri
að ræða ef landslög mæltu fyrir um að heildsöluleyfi sem þurfti til að selja vörur
í Vinmonopolet skyldi veitt sjálfkrafa innlendum framleiðendum en ekki
erlendum. EFTA-dómstóllinn féllst hins vegar á það að barátta gegn misnotkun
áfengis gæti fallið undir undanþáguákvæði 13. gr. EES-samningsins sem segir
m.a. að leggja megi höft eða bönn á innflutning sem réttlætast m.a. af vemd lífs
og heilsu manna, og að engin ástæða væri til að vefengja að félagslegar og
heilsufarslegar ástæður lægju að baki stefnu norska ríkisins í áfengismálum. Að
áliti dómsins ætti 13. gr. EES-samningsins hins vegar ekki við ef dómstóll í
aðildarríki kæmist að þeirri niðurstöðu, á grundvelli gagna sem ekki höfðu
komið fyrir EFTA-dómstólinn, að viðkomandi ákvæðum væri í raun ætlað að
vemda innlenda framleiðslu eða leggja duldar hömlur á viðskipti milli aðildar-
ríkja.
Dómstóllinn taldi einnig að 16. gr. EES-samningsins kæmi til álita þar sem
lögbundinn einkaréttur Vinmonopolets á smásölu á bjór sem innihéldi meira en
4.75% magn alkóhóls væri órjúfanlegur hluti reglna norska kerfisins. Þar sem
dómstóllinn hafði komist að þeirri niðurstöðu að þessi ákvæði væru hluti af
stefnu norska stjómvalda í áfengismálum, og féllu þar af leiðandi undir
undanþáguákvæði 13. gr. EES-samningsins, taldi dómstóllinn þó ekki ástæðu
til að skoða þessi ákvæði frekar með tilliti til 16. gr. EES-samningsins. I ljósi
þess að úrval Vinmonopolet á sterkum bjór voru 10 innlendar bjórtegundir og
7 erlendar, bætti EFTA-dómstóllinn því við að smásölueinkasala sem hefði
einkarétt á að selja ákveðna vöru væri í aðstöðu til að mismuna vörum frá
öðrum ríkjum. Þetta gæti ekki einungis átt sér stað með augljósum hætti heldur
einnig í daglegum ákvörðunum varðandi verð, auglýsingar og dreifingu.
Dómstóllinn taldi það vera í verkahring dómstóls aðildarríkisins að meta hvort
úrval bjórtegunda væri byggt á þáttum eins og hærri flutningskostnaði á
erlendum bjór og smekk almennings eða byggðist á ákvörðunum sem fælu í sér
mismunun af hálfu einkasmásölunnar. I þessu samhengi þyrfti dómstóll aðildar-
ríkisins að meta hvort niðurstaðan yrði svipuð réðu markaðslögmálin valinu.
44 Sameinuð mál nr. C-267/91 og C-268/91 Keck og Mithourad, 1993 ECR, 1-6097.
314