Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 20

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 20
þyrfti heldur hvort aðgengi vara frá öðrum EES-ríkjum væri hindrað umfram aðgengi innlendra vara. Dómstóllinn taldi því ekki nauðsynlegt að skera úr um hvort viðmiðið um 4,75% alkóhólmagn snerist eingöngu um sölufyrirkomulag eins og við átti í Keck-dómi Evrópudómstólsins.44 Ef hægt er að sýna fram á að lögbundin skipting hafi mismunandi áhrif á innlendar og erlendar vörur vegna þess að munur er á eiginleikum vörunnar í hinum ýmsu löndum, getur það orðið til þess að um mismunun milli innlendrar og erlendrar framleiðslu sé að ræða. Þá taldi dómstóllinn einnig að um mismunun skv. 11. gr. EES-samningsins væri að ræða ef landslög mæltu fyrir um að heildsöluleyfi sem þurfti til að selja vörur í Vinmonopolet skyldi veitt sjálfkrafa innlendum framleiðendum en ekki erlendum. EFTA-dómstóllinn féllst hins vegar á það að barátta gegn misnotkun áfengis gæti fallið undir undanþáguákvæði 13. gr. EES-samningsins sem segir m.a. að leggja megi höft eða bönn á innflutning sem réttlætast m.a. af vemd lífs og heilsu manna, og að engin ástæða væri til að vefengja að félagslegar og heilsufarslegar ástæður lægju að baki stefnu norska ríkisins í áfengismálum. Að áliti dómsins ætti 13. gr. EES-samningsins hins vegar ekki við ef dómstóll í aðildarríki kæmist að þeirri niðurstöðu, á grundvelli gagna sem ekki höfðu komið fyrir EFTA-dómstólinn, að viðkomandi ákvæðum væri í raun ætlað að vemda innlenda framleiðslu eða leggja duldar hömlur á viðskipti milli aðildar- ríkja. Dómstóllinn taldi einnig að 16. gr. EES-samningsins kæmi til álita þar sem lögbundinn einkaréttur Vinmonopolets á smásölu á bjór sem innihéldi meira en 4.75% magn alkóhóls væri órjúfanlegur hluti reglna norska kerfisins. Þar sem dómstóllinn hafði komist að þeirri niðurstöðu að þessi ákvæði væru hluti af stefnu norska stjómvalda í áfengismálum, og féllu þar af leiðandi undir undanþáguákvæði 13. gr. EES-samningsins, taldi dómstóllinn þó ekki ástæðu til að skoða þessi ákvæði frekar með tilliti til 16. gr. EES-samningsins. I ljósi þess að úrval Vinmonopolet á sterkum bjór voru 10 innlendar bjórtegundir og 7 erlendar, bætti EFTA-dómstóllinn því við að smásölueinkasala sem hefði einkarétt á að selja ákveðna vöru væri í aðstöðu til að mismuna vörum frá öðrum ríkjum. Þetta gæti ekki einungis átt sér stað með augljósum hætti heldur einnig í daglegum ákvörðunum varðandi verð, auglýsingar og dreifingu. Dómstóllinn taldi það vera í verkahring dómstóls aðildarríkisins að meta hvort úrval bjórtegunda væri byggt á þáttum eins og hærri flutningskostnaði á erlendum bjór og smekk almennings eða byggðist á ákvörðunum sem fælu í sér mismunun af hálfu einkasmásölunnar. I þessu samhengi þyrfti dómstóll aðildar- ríkisins að meta hvort niðurstaðan yrði svipuð réðu markaðslögmálin valinu. 44 Sameinuð mál nr. C-267/91 og C-268/91 Keck og Mithourad, 1993 ECR, 1-6097. 314
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.