Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 91

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 91
1.6.3 Ráðgefandi álit I 34. gr. ESD-samningsins segir að EFTA-dómstóllinn hafi lögsögu til að gefa ráðgefandi álit varðandi túlkun á EES-samningnum. Komi upp álitamál í þessu sambandi fyrir dómstól í EFTA-ríki geti sá dómstóll eða réttur, ef hann álítur það nauðsynlegt til að geta kveðið upp dóm, farið fram á að EFTA- dómstóllinn gefi slíkt álit. EFTA-ríki getur í eigin löggjöf takmarkað rétt til að leita eftir slíku ráðgefandi áliti við dómstóla og rétti geti úrlausn þeirra ekki sætt málskoti samkvæmt landslögum. Hinn 11. apríl 1994 tóku gildi hér á landi lög nr. 21/1994 um öflun ráðgef- andi álits EFTA-dómstólsins um skýringu Samnings um Evrópska efnahags- svæðið. I 1. mgr. 1. gr. þeirra laga kemur fram að sé mál rekið fyrir héraðs- dómstóli þar sem taka þurfi afstöðu til skýringar á Samningi um Evrópska efnahagssvæðið, bókunum með honum, viðaukum við hann eða gerðum sem í viðaukunum er getið, þá geti dómari í samræmi við 34. gr. samnings EFTA- ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls kveðið upp úrskurð um að leitað verði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um skýringar á því atriði málsins áður en málinu er ráðið til lykta. Hvort sem aðili máls krefst að álits verði leitað eða dómari telur þess þörf án kröfu skal dómari samkvæmt 2. mgr. 1. gr. gefa aðilum kost á að tjá sig áður en úrskurður verður kveðinn upp. Samkvæmt 3. mgr. 1. gr. má kæra úrskurð héraðsdómara til Hæstaréttar eftir almennum reglum um meðferð einkamála eða meðferð opinberra mála eftir því sem við á, og frestar kæra frekari aðgerðum samkvæmt úrskurðinum. Hæsti- réttur getur í slíku kærumáli í fyrsta lagi lagt mat á það hvort þörf sé á að afla ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins, sbr. dóm Hæstaréttar frá 3. september 2002 í málinu nr. 291/2002, Jóhann Óli Guðmundsson gegn Lyfjaverslun íslands hf., Aðalsteini Karlssyni, Guðmundi A. Birgissyni og Lárusi L. Blöndal, og dóm Hæstaréttar frá 12. desember 2003 í máíinu nr. 46/2003, Halldór Baldvinsson gegn Ræsi hf. í öðru lagi metur Hæstiréttur hvaða spumingar verða lagðar fyrir EFTA-dómstólinn og hvemig þær eru settar fram, og ber þar að hafa í huga verkaskiptingu milli EFTA-dómstólsins annars vegar og íslenskra dómstóla hins vegar, sbr. H 2000 55. í dómi Hæstaréttar í því máli segir m.a. svo: Fallast ber á það með héraðsdómara að ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins um þetta atriði geti orðið til þess að varpa skýrara ljósi á ágreiningsefni aðila og geti haft þýðingu fyrir úrslit málsins eins og það hefur verið lagt fyrir héraðsdóm. Spumingar þær sem héraðsdómur leggur fyrir EFTA-dómstólinn hljóta þó að taka mið af hlutverkaskiptingu milli þess dómstóls og íslenskra dómstóla. Það leiðir af 1. mgr. 34. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 21/1994, að hlutverk EFTA-dómstólsins er að skýra EES- samninginn. íslenskir dómstólar fara hins vegar með sönnunarfærslu um staðreyndir máls, skýringu innlends réttar og beitingu EES-samningsins að íslenskum lögum. Að þessu virtu verður ekki litið svo á að það hafi þýðingu fyrir úrslit málsins að spumingar í liðum 2 og 3 verði bomar upp við EFTA-dómstólinn. Staðfesta ber aftur 385
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.