Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 83
vísað til 3. mgr. aðfararorða samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftir-
litsstofnunar og dómstóls og 3. gr. þess samnings.2
I EES-samningnum er með ýmsum hætti reynt að tryggja að markmiðinu
um samræmda túlkun verði náð. Ifyrsta lagi eru efnisákvæði EES-samningsins
að mestum hluta þau sömu og samsvarandi ákvæði í sáttmálum Evrópubanda-
laganna. I öðru lagi var komið á fót sérstöku eftirlitskerfi til að tryggja
samræmda framkvæmd og beitingu ákvæða samningsins innan EFTA-ríkjanna
sem og aðferðum við endurskoðun á tilhögun eftirlits og lausn deilumála. I
þriðja lagi er kveðið á um samvinnu og upplýsingaskipti milli einstakra stofn-
ana. Gott dæmi um það er 106. gr. EES-samningsins þar sem komið er á kerfi
til að skiptast á upplýsingum um dóma EFTA-dómstólsins, dómstóls Evrópu-
bandalaganna og dómstóla EFTA-ríkjanna á síðasta dómstigi.
EES-samningurinn veitir stofnunum Evrópska efnahagssvæðisins ákveðin
völd þótt samningsaðilar hafi hins vegar hvorki skuldbundið sig til að framselja
löggjafarvald sitt né dómsvald til þessara stofnana. Hvað framsal löggjafarvalds
varðar kemur þetta skýrt fram í bókun 35 við EES-samninginn, eins og síðar
verður rakið.3 Það er því að miklu leyti undir samningsaðilum sjálfum komið
hvort markmiðið um samræmda túlkun næst, og í því sambandi skiptir verulegu
máli hvemig þeir standa að innleiðingu EES-löggjafar og því að hrinda í
framkvæmd ákvörðunum og úrlausnum EES-stofnana. í 3. gr. EES-samn-
ingsins er tekið fram að samningsaðilar skuli gera allar viðeigandi almennar eða
sértækar ráðstafanir til að tryggja að staðið verði við þær skuldbindingar sem af
samningnum leiðir. Þeir skulu varast ráðstafanir sem teflt geta því í tvísýnu að
markmiðum samningsins verði náð. Hefur EFTA-dómstóllinn í nokkmrn
tilvikum vitnað til þessa ákvæðis í dómum í samningsbrotamálum sem höfðuð
hafa verið fyrir dómstólnum á grundvelli 2. mgr. 31. gr. ESD-samningsins.
Alíka ákvæði er að finna í 2. gr. ESD-samningsins.4
2 í 15. mgr. aðfararorða enska texta EES-samningsins segir: „WHERAS, in full deference to the
independence of the courts, the objective of the Contracting parties is to arrive at, and maintain, a
uniform interpretation and application of this Agreement...“, og í 15. gr. aðfararorða norska textans
segir: „SOM TAR I BETRAKTNING at avtalepartenes formál, med full respekt for domstolens
uavhengighet, er & ná frem til og oprettholde en lik fortolkning og anvendelse av denne avtale ...“.
3 Bókun 35 með EES-samningnum hefst á þessum orðum: „Þar eð með samningi þessum er stefnt
að einsleitu Evrópsku efnahagssvæði sem byggist á sameiginlegum reglum, án þess að samnings-
aðila sé gert að framselja löggjafarvald sitt til stofnana Evrópska efnahagssvæðisins ...“.
4 f dómi EFTA-dómstólsins frá 30. apríl 1998 í málinu nr. E-7/97 The EFTA Surveillance Aulhority
gegn The Kingdom ofNorway, Skýrsla EFTA-dómstólsins 1998, bls. 63, málsgr. 16, segir svo:
„Under these circumstances, the Court notes that Article 3 of the EEA-Agreement imposes upon
the Contracting Parties two general obligations. There is a postitive obligation for the Contracting
Parties to „take all appropriate measures, whether general or particular, to ensure fulfilment of the
obligations arising out of this Agreement". There is, correspondingly, a negative obligation to
„abstain from any measure which could jeopardize the attainment of the objectives of this Agree-
ntent“. These fundamental legal obligations require loyal co-operation and assistance““. Sjá einnig
um hið sama dóm EFTA-dómstólsins frá 22. júní 2000 í málinu nr. E-2/99 EFTA Surveillance
Authority gegn The Kingdom ofNorway. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2000 -2001, bls. 5, málsgr. 18.
377