Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 108
Því næst skoðaði EFTA-dómstóllinn ákvæði 14. gr. EES-samningsins. í 1.
mgr. 14. gr. er lagt bann við því að leggja á beina eða óbeina skatta sem
mismuna framleiðsluvörum eftir því hvort þær eru framleiddar innanlands eða
erlendis. I 2. mgr. er síðan lagt bann við álagningu skatta sem miða að því að
vemda óbeint innlendar framleiðsluvörur. EFTA-dómstóllinn ákvað að taka
fyrst til umfjöllunar hvort 2. mgr. 14. gr. EES-samningsins kæmi í veg fyrir að
EES-ríki legði virðisaukaskatt á bækur á sinni eigin þjóðtungu sem væri lægri
en virðisaukaskattur á bækur á öðrum tungumálum. Dómstóllinn komst að
þeirri niðurstöðu að bækur á íslensku og erlendum tungumálum væru a.m.k. að
hluta til í samkeppni og leitaði í framhaldinu svara við þeirri spurningu hvort
mishár virðisaukaskattur fæli í sér að bækur á íslensku nytu óbeinnar vemdar.
Fram kemur í hinu ráðgefandi áliti að skatturinn sé lagður jafnt á allar bækur
ritaðar á íslensku sem og bækur þýddar á þá tungu, án tillits til hvar þær eru
framleiddar og útgefnar, og hvert sem ríkisfang eða aðsetur framleiðanda eða
útgefanda er. Dómstóllinn tók hins vegar einnig fram að flestar bækur á
íslensku, sem hinn lægri virðisaukaskattur væri lagður á, væm framleiddar á
Islandi, og að bækur á erlendum málum, sem hinn hærri og almenni virðisauka-
skattur væri lagður á, væru aðallega innfluttar. Helsti tilgangur hinnar umdeildu
virðisaukaskattsreglu væri, samkvæmt því sem fram hefði komið hjá varnar-
aðila, að stuðla að lægra verði á bókum á íslensku til stuðnings innlendri bóka-
framleiðslu og bæta þannig möguleika markaðarins til að halda uppi bókmenn-
ingu á íslensku máli. Það var síðan niðurstaða EFTA-dómstólsins að mishár
virðisaukaskattur á bækur fæli í sér verndaráhrif í skilningi 2. mgr. 14. gr. EES-
samningsins þegar sá virðisaukaskattur sem lagður væri á bækur á þjóðtung-
unni væri lægri en sá sem lagður væri á bækur á erlendum tungumálum.
Þegar spurningunni um verndaráhrif virðisaukaskattsreglunnar hafði verið
svarað játandi tók dómstóllinn til umfjöllunar hvort reglan yrði réttlætt á
grundvelli almannahagsmuna sem fælust í því að styrkja stöðu þjóðtungunnar.
Dómstóllinn hafnaði þeirri röksemd að í ákvæðum 13. gr. EES-samningsins
mætti finna hugsanlegan lagagrundvöll til að réttlæta slíka mismunun, þar sem
ákvæði hennar gætu aðeins réttlætt frávik frá ákvæðum 11. og 12. gr. samnings-
ins sem fjalla um magntakmarkanir á inn- og útflutningi en ekki frá ákvæðum
14. gr. um innlenda skatta. Dómstóllinn hafnaði því einnig að 3. mgr. 6. gr.
sáttmálans um Evrópusambandið (ESB-sáttmálinn) kynni að vera grundvöllur
fyrir slíku fráviki þar sem ekkert hliðstætt ákvæði væri í EES-samningnum. Þar
sem ESB-sáttmálinn hefði verið gerður áður en samið var um EES taldi EFTA-
dómstóllinn að þessi munur hefði verið með vilja gerður. Dómstóllinn hafnaði
því einnig að „sameiginleg yfirlýsing um samstarf í menningarmálum“ gæti
verið sérstakur lagagrundvöllur fyrir ríkisbundnum frávikum frá hinum
mikilvægu ákvæðum 14. gr. EES-samningsins. Loks taldi EFTA-dómstóllinn
að það samræmdist ekki réttilegri meðferð dómsvalds að færa út gildissvið
EES-samningsins á grundvelli hliðstæðna milli þessarar yfirlýsingar og 4. mgr.
151. gr. samningsins um Evrópubandalagið, eins og hún er eftir gildistöku
402