Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 108

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 108
Því næst skoðaði EFTA-dómstóllinn ákvæði 14. gr. EES-samningsins. í 1. mgr. 14. gr. er lagt bann við því að leggja á beina eða óbeina skatta sem mismuna framleiðsluvörum eftir því hvort þær eru framleiddar innanlands eða erlendis. I 2. mgr. er síðan lagt bann við álagningu skatta sem miða að því að vemda óbeint innlendar framleiðsluvörur. EFTA-dómstóllinn ákvað að taka fyrst til umfjöllunar hvort 2. mgr. 14. gr. EES-samningsins kæmi í veg fyrir að EES-ríki legði virðisaukaskatt á bækur á sinni eigin þjóðtungu sem væri lægri en virðisaukaskattur á bækur á öðrum tungumálum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að bækur á íslensku og erlendum tungumálum væru a.m.k. að hluta til í samkeppni og leitaði í framhaldinu svara við þeirri spurningu hvort mishár virðisaukaskattur fæli í sér að bækur á íslensku nytu óbeinnar vemdar. Fram kemur í hinu ráðgefandi áliti að skatturinn sé lagður jafnt á allar bækur ritaðar á íslensku sem og bækur þýddar á þá tungu, án tillits til hvar þær eru framleiddar og útgefnar, og hvert sem ríkisfang eða aðsetur framleiðanda eða útgefanda er. Dómstóllinn tók hins vegar einnig fram að flestar bækur á íslensku, sem hinn lægri virðisaukaskattur væri lagður á, væm framleiddar á Islandi, og að bækur á erlendum málum, sem hinn hærri og almenni virðisauka- skattur væri lagður á, væru aðallega innfluttar. Helsti tilgangur hinnar umdeildu virðisaukaskattsreglu væri, samkvæmt því sem fram hefði komið hjá varnar- aðila, að stuðla að lægra verði á bókum á íslensku til stuðnings innlendri bóka- framleiðslu og bæta þannig möguleika markaðarins til að halda uppi bókmenn- ingu á íslensku máli. Það var síðan niðurstaða EFTA-dómstólsins að mishár virðisaukaskattur á bækur fæli í sér verndaráhrif í skilningi 2. mgr. 14. gr. EES- samningsins þegar sá virðisaukaskattur sem lagður væri á bækur á þjóðtung- unni væri lægri en sá sem lagður væri á bækur á erlendum tungumálum. Þegar spurningunni um verndaráhrif virðisaukaskattsreglunnar hafði verið svarað játandi tók dómstóllinn til umfjöllunar hvort reglan yrði réttlætt á grundvelli almannahagsmuna sem fælust í því að styrkja stöðu þjóðtungunnar. Dómstóllinn hafnaði þeirri röksemd að í ákvæðum 13. gr. EES-samningsins mætti finna hugsanlegan lagagrundvöll til að réttlæta slíka mismunun, þar sem ákvæði hennar gætu aðeins réttlætt frávik frá ákvæðum 11. og 12. gr. samnings- ins sem fjalla um magntakmarkanir á inn- og útflutningi en ekki frá ákvæðum 14. gr. um innlenda skatta. Dómstóllinn hafnaði því einnig að 3. mgr. 6. gr. sáttmálans um Evrópusambandið (ESB-sáttmálinn) kynni að vera grundvöllur fyrir slíku fráviki þar sem ekkert hliðstætt ákvæði væri í EES-samningnum. Þar sem ESB-sáttmálinn hefði verið gerður áður en samið var um EES taldi EFTA- dómstóllinn að þessi munur hefði verið með vilja gerður. Dómstóllinn hafnaði því einnig að „sameiginleg yfirlýsing um samstarf í menningarmálum“ gæti verið sérstakur lagagrundvöllur fyrir ríkisbundnum frávikum frá hinum mikilvægu ákvæðum 14. gr. EES-samningsins. Loks taldi EFTA-dómstóllinn að það samræmdist ekki réttilegri meðferð dómsvalds að færa út gildissvið EES-samningsins á grundvelli hliðstæðna milli þessarar yfirlýsingar og 4. mgr. 151. gr. samningsins um Evrópubandalagið, eins og hún er eftir gildistöku 402
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.