Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 129
2.2.4 Sambærileg þjónusta
I málflutningi Islands var því haldið fram að ekki væri unnt að bera saman
flugþjónustu innanlands og til og frá landinu þar sem aðstæður á Islandi væru
sérstakar. Var í því sambandi m.a. bent á íbúafjölda á Islandi, legu landsins og
aðra landfræðilega, veðurfræðilega og tæknilega þætti. Af þessum sökum væri
engin samkeppni á milli innanlands- og millilandamarkaðar og því væru áhrif
gjaldsins á EES engin. Þá væru aðstæður með þeim hætti að millilandaflug
krefðist meiri og dýrari þjónustu. I millilandaflugi væru notaðar þotur á meðan
innanlandsflug væri takmarkað við litlar skrúfuflugvélar. Vegna millilandaflugs
þyrfti lengri og betri flugbrautir, aukinn mannafla og meiri tæknibúnað. Einnig
þyrfti landamæra- og tollaeftirlit í millilandaflugi sem ekki þyrfti í innanlands-
fiugi. Máli sínu til stuðnings vísaði ísland til dóma EB-dómstólsins í málunum
nr. C-381/93 Framkvœmdastjórnin gegn Frakklandi,11 nr. C-70/99 Fram-
kvæmdastjórnin gegn Portúgal,18 nr. C-163/99 Portúgal gegn framkvæmda-
stjórninni19 og nr. C-430/99 Sea Land Services Inc.20 Vegna þessara röksemda
íslands benti ESA m.a. á að engin minniháttarregla (de minimis rule) ætti við á
sviði frjálsrar þjónustu. Þá tæki gjaldtakan ekki mið af þeim þáttum sem vísað
væri til heldur eingöngu því hvort hún færi yfir landamæri eða ekki.
í úrlausn sinni um þetta atriði tekur EFTA-dómstóllinn undir þá röksemda-
færslu að bera þurfi saman sambærilega þjónustu við mat á því hvort mis-
munandi hátt gjald eða ólíkar kvaðir takmarki þjónustufrelsi en tekur jafnframt
fram að eðli þjónustunnar breytist ekki við það eitt að hún fari yfir landamæri,
ekki heldur í tilviki íslands. Að lokum hafnar hann því skýrlega að leggja beri
markaðsskilgreiningar samkeppnisréttar til grundvallar við mat á því hvort unnt
sé að bera þjónustuna saman.21
Ef skoðaðir eru dómar EB-dómstólsins þar sem reynt hefur á svipuð
álitaefni og í máli þessu, þ.e. að mismunandi hátt gjald er lagt á flug- eða
sjóflutningaþjónustu eftir því hvort þjónustan nær yfir landamæri eða ekki, má
sjá að EB-dómstóllinn vísar til þess að óheimilt sé að gera sölu þjónustu milli
landa erfiðari en „analogous“ eða „comparable“ þjónustu, sbr. mál nr. C-381/93
Framkvœmdastjórnin gegn Frakklandi22 og mál nr. C-70/99 Framkvæmda-
stjórnin gegn PortúgalP í hvorugum framangreindra dóma EB-dómstólsins er
þó að finna greiningu á því hvort þjónustan sé sambærileg heldur er út frá því
17 Sjá tilvísun í neðanmálsgrein 15, málsgrein 18.
18 Mál nr. C-70/99 Framkvœmdasljórnin gegn Portúgal, 2001, ECR 1-4845, málsgrein 28.
19 Mál nr. C-163/99 Portúgal gegnframkvœmdastjórninni, 2001, ECR 1-2613, málsgrein 66.
20 Mál nr. C-430/99 Inspecteur van de Belastingdienst Douane, district Rotterdam gegn Sea Land
Services Inc., 2002, ECR 1-5235, málsgrein 36 og 37.
21 Málsgrein 29.
22 Sjá tilvísun í neðanmálsgrein 15, málsgrein 18.
23 Sjá tilvísun í neðanmálsgrein 18, málsgrein 28.
423