Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 22
tæki á grundvelli útboðs. Þjónustufyrirtækið sem tók við verkinu bauð 14 af 19
starfsmönnum sem starfað höfðu á olíuborpallinum áframhaldandi vinnu. Ekkert
samningssamband var milli fyrra þjónustufyrirtækisins og þess sem tók við. Þá
voru áþreifanlegar eignir einungis yfirteknar að mjög litlu leyti. EFTA-dóm-
stóllinn rakti atriði sem hafa þyrfti í huga við mat á því hvort skipti á þjónustu-
fyrirtækjum með þessum hætti gætu talist eigendaskipti í skilningi tilskipunar-
innar. I fyrsta lagi þyrfti að vera um að ræða þann atvinnurekstur eða hluta
atvinnurekstrar sem þjónustufyrirtækið hafði haft með höndum. í öðru lagi
teldist rekstur þjónustufyrirtækisins ekki sjálfstæð efnahagseining nema unnt
væri að aðgreina hann frá öðrum rekstri þess og starfsfólk væri almennt ráðið
til að starfa aðallega við þá einingu. Þar af leiðandi fellur það ekki undir til-
skipunina um eigendaskipti að fyrirtækjum þegar þjónustufyrirtæki missir einn
af fleiri viðskiptavinum til samkeppnisaðila. I þriðja lagi væru gerðar kröfur um
ákveðna lágmarksstarfsemi og ákveðna samfelldni í rekstri hennar til þess að
sala á þjónustu eða vörum gæti talist sjálfstæð rekstrareining. Þá geti yfirtaka
eigna einnig verið mikilvægur þáttur í því heildarmati sem fram þarf að fara við
mat á því hvort um eigendaskipti er að ræða. EFTA-dómstóllinn taldi enn
fremur að það eitt að útvega vöru og þjónustu teldist ekki hluti af starfsemi
þjónustufyrirtækis í skilningi tilskipunarinnar. Engu að síður var það niðurstaða
dómstólsins að skipti á sjálfstæðum þjónustufyrirtækjum gætu falið í sér eig-
endaskipti að fyrirtæki, atvinnurekstri eða hluta atvinnurekstrar í skilningi
tilskipunarinnar, en það væri þó háð atvikum í hverju máli fyrir sig.
EFTA-dómstóllinn nálgaðist viðfangsefnið með öðrum hætti í Ulstein og
R0iseng-málinu. Málsatvik voru þau að samningi við fyrirtæki sem annast hafði
sjúkraflutninga fyrir spítala var sagt upp. I kjölfar opinbers útboðs var öðru
fyrirtæki fengið verkið. Engar áþreifanlegar eignir voru yfirteknar. Skrifstofa í
spítalabyggingunni sem fyrra fyrirtækið hafði haft afnot af stóð nýja fyrir-
tækinu ekki til boða. Þá réði nýja fyrirtækið til sín 4 af 19 starfsmönnum eldra
fyrirtækisins. I úrlausn EFTA-dómstólsins kemur fram að skipti um þjónustu-
fyrirtæki, þar sem eitt þjónustufyrirtæki tekur við af öðru um að veita sömu eða
svipaða þjónustu, geti ekki sem slík talist ávallt fela í sér eigendaskipti að
fyrirtæki, atvinnurekstri eða hluta atvinnurekstrar í skilningi tilskipunarinnar.47
Fylgdi EFTA-dómstóllinn þessu fordæmi sínu í máli Ask gegn Aker og ABB 48
4.3.2 Skipti á þjónustufyrirtækjum eftir opinbert útboð
í Eidesund-málinu, Ulstein og Rtþisen-málinu og máli Ask gegn ABB og
Aker49 komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tilskipunin um eig-
endaskipti að fyrirtækjum, atvinnurekstri eða hluta atvinnurekstrar gæti átt við
47 Skýrsla EFTA-dómstólsins 1995-1996, bls. 67, 27. málsgrein.
48 Skýrsla EFTA-dómstólsins 1997, bls. 3.
49 Skýrsla EFTA-dómstólsins 1995-1996, bls. 3; Skýrsla EFTA-dómstólsins 1995-1996, bls. 67;
Skýrsla EFTA-dómstólsins 1997, bls. 3.
316