Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 51
indi og legði á þá skyldur. Réttindi einstaklinga væru ekki eingöngu byggð á
ákvæðum sáttmálans sjálfs heldur væru þau einnig tilkomin vegna þeirra
skuldbindinga sem sáttmálinn leggur með skýrum hætti á einstaklinga, aðildar-
ríki og stofnanir bandalagsins. I þessari almennu umfjöllun vísaði dómstóllinn
til þeirrar skyldu dómstóla aðildarríkjanna að tryggja virk áhrif löggjafar banda-
lagsins og vernda þau réttindi sem bandalagslöggjöfin veitir einstaklingum og
vísaði í þessu sambandi til Simmenthal-málsins30 og Factortame-málsins,31
A þessum grundvelli mótaði dómstóllinn rökstuðning sinn frekar með því að
segja að:
... the full effectiveness of Community rules would be impaired and the protection
of the rights which they grant would be weakened if individuals were unable to
obtain redress when their rights are infringed by a breach of Community law for
which a Member State can be held responsible.32
Auk þess að minnast á mikilvægi þess að reglur bandalagsins væru virkar
vísaði dómstóllinn til mikilvægis þess að vemda réttindi einstaklinga og sagði:
The possibility of obtaining redress from the Member State is particularly indis-
pensable where, as in this case, the full effectiveness of Community rules is subject
to prior action on the part of the State and where, consequently, in the absence of
such action, individuals cannot enforce before the national courts the rights con-
ferred upon them by Community law.33
Þau atriði sem dómstóllinn taldi því nauðsynlegt að hafa í huga voru í fyrsta
lagi nauðsyn þess að reglur bandalagsins væru virkar, og í öðm lagi mikilvægi
þess að vemda rétt einstaklinga. Þessi atriði voru lögð til grundvallar þeirri
niðurstöðu dómsins að meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkis vegna tjóns sem
einstaklingar verða fyrir vegna vanrækslu ríkis á skuldbindingum sínum sam-
kvæmt bandalagslöggjöf væri hluti af því réttarkerfi sem komið var á með
Rómarsáttmálanum.34
Vísaði dómstóllinn einnig í 5. gr. Rs. (nú 10. gr)35 og athugasemda sinna í
máli Humblet gegn Belgíu:36
A further basis for the obligation of Member States to make good such loss and
damage is to be found in Article 5 of the Treaty, under which the Member States are
required to take all appropriate measures, whether general of particular, to ensure
fulfilment of their obligations under Community law. Among these is the obligation
to nullify the unlawful consequences of a breach of Community law (see in relation
30 Mál nr. 106/77 Simmenthal, 16. málsgrein.
31 Mál nr. C-213/89 Factortame, 19. málsgrein.
32 33. málsgrein.
33 34. málsgrein.
34 35. málsgrein.
35 10. gr. Rs. (áður 5. gr.) er samsvarandi 86. gr. KSE sem Evrópudómstóllinn byggði á í Humblet-
tnálinu.
36 Mál nr. 6/60 Humblet gegn Belgíu.
345