Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 101

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 101
réttindi að vissum skilyrðum uppfylltum.26 Ljóst þyki samkvæmt áðursögðu að gagnáfrýjandi hefði fengið greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa við gjaldþrot hefði aðlögunin verið með réttum hætti.27 Með tilvísun til 7. gr. EES-samningsins og bókunar 35 við hann komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að EES-samningurinn fæli ekki í sér framsal löggjafarvalds. Hins vegar hafi meginmál samningsins lagagildi á íslandi sam- kvæmt lögum nr. 2/1993. Sé samkvæmt framansögðu eðlilegt að lögin sem lögfesta samningin séu skýrð svo að einstaklingar eigi kröfu til þess að íslenskri löggjöf sé hagað til samræmis við EES-reglur. Takist það ekki leiði það af lögum nr. 2/1993, og meginreglum og markmiðum EES-samningsins, að ísl- enska ríkið sé skaðabótaskylt að íslenskum rétti. Að þessu virtu, svo og aðdrag- anda og tilgangi laga nr. 2/1993, fái skaðabótaábyrgð ríkisins vegna ófullnægj- andi lögfestingar tilskipunarinnar næga stoð í þeim lögum. Heildamiðurstaða Hæstaréttar var því sú að íslenska ríkið hefði í verulegum mæli brugðist þeirri skyldu að tryggja Erlu Maríu réttindi til greiðslu úr ábyrgðarsjóði launa við gjaldþrot að íslenskum rétti, svo sem því hafi borið í samræmi við tilskipun 80/987/EBE.28 íslenska ríkið bæri samkvæmt öllu framansögðu skaðabótaábyrgð gagnvart Erlu Maríu vegna þessara mistaka og færi um þá bótaábyrgð að almennum reglum um bótaábyrgð hins opinbera. Einn dómari Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu í sératkvæði að fallast yrði á það með íslenska ríkinu að ekkert misræmi væri milli ákvæða laga nr. 53/1993 og skuldbindinga íslands samkvæmt 24. tl. XVIII. viðauka við EES- samninginn og tilskipun 80/987/EBE þannig að máli skipti um kröfu Erlu Maríu. Mætti jafnframt líta svo á að gerð þessa viðauka hafi hvorki verið mótuð af mistökum né misskilningi heldur af réttum skilningi laga. Þessar ályktanir bæri ekki að skilja svo að hið ítarlega og rökfasta álit EFTA-dómstólsins væri án þýðingar í málinu, heldur hafi það auðveldað úrlausn þess og skýrt það samræmi sem gæta þurfi milli laganna og umræddra skuldbindinga. Það má Ijóst vera af framansögðu að bæði héraðsdómur og Hæstiréttur féllust á röksemdafærslu EFTA-dómstólsins varðandi fyrri spurninguna. Hvað varðar seinni spuminguna fór héraðsdómur nokkuð aðra leið en EFTA- dómstóllinn og lagði meiri áherslu á 6. gr. EES-samningsins og dóma Evrópu- dómstólsins. Hæstiréttur lagði hins vegar til grundvallar að honum bæri skylda til að hafa hliðsjón af áliti EFTA-dómstólsins þegar um væri að ræða túlkun á EES-samningnum, nema í réttlætanlegum undantekningartilfellum. Það kom einnig fram í dómi Hæstaréttar að EFTA-dómstóllinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að skaðabótaábyrgð rrkis væri hluti af grundvallarreglum EES- samningsins. Hins vegar væri það innlendra dómstóla að ákveða hvort skaða- 26 Hér er skírskotað til fyrsta skilyrðisins fyrir bótaábyrgð ríkis sem sett var af EFTA- dómstólnum. 27 Þriðja skilyrðið sett af EFTA-dómstólnum fyrir skaðabótaábyrgð rfkis. 28 Annað skilyrðið sett af EFTA-dómstólnum fyrir skaðabótaábyrgð ríkis. 395
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.