Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 52
to the analogous provision of Article 86 of the ECSC Treaty, the judgment in Case
6/60 Humblet v Belgium (1960) ECR 559).37
Dómstóllinn komst því að þeirri niðurstöðu að samkvæmt bandalagsrétti
gæti aðildarríki, að vissum skilyrðum uppfylltum, verið skaðabótaskylt gagn-
vart einstaklingum vegna tjóns sem þeir verða fyrir þegar að ríki hefur vanrækt
skuldbindingar sínar samkvæmt löggjöf bandalagsins.
Þegar dómstóllinn hafði komist að þeirri niðurstöðu að skaðabótaábyrgð
ríkis væri meginregla í bandalagsrétti fjallaði dómstóllinn um þau skilyrði sem
verða að vera uppfyllt svo að skaðabótaábyrgð komi til álita. Dómstóllinn tók
fram í upphafi að skilyrði fyrir skaðabótaábyrgð ríkis væru háð eðli þeirra brota
á bandalagslöggjöf sem leiddu til tjóns. Taldi dómstóllinn að eftirfarandi skil-
yrði yrðu að vera uppfyllt:
• Tilgangur tilskipunarinnar verður að vera sá að veita einstaklingum réttindi;
• Nauðsynlegt er að hægt sé að skilgreina þessi réttindi á grundvelli ákvæða
tilskipunarinnar, og
• Orsakatengsl verða að vera á milli brots aðildarríkis á bandalagslöggjöf og
tjóns aðila.
Dómstóllinn eftirlét dómstól aðildarríkisins að heimfæra þessi skilyrði upp
á málavexti í viðkomandi máli.38 Dómstóllinn lagði áherslu á að beita skyldi
skaðabóta- og réttarfarslöggjöf viðkomandi lands þegar skaðabóta væri krafist,
en tvö skilyrði þyrfti að uppfylla. I fyrsta lagi mættu efnisleg og réttarfarsleg
skilyrði fyrir bótaábyrgð ekki fela í sér lakari réttarstöðu en gilti um hliðstæðar
innlendar kröfur og í öðru lagi mætti framsetning þeirra ekki vera með þeim
hætti að það væri í reynd ómögulegt eða óhæfilega erfitt að fá bætur. Evrópu-
dómstóllinn hafði þegar sett þessi tvö skilyrði með tilliti til endurgreiðslu á
skatti sem lagður hafði verið á í andstöðu við bandalagslöggjöf. I Francovich-
málinu vísað dómstóllinn sérstaklega til þessa fordæmis39 og setti með lög-
jöfnun sömu skilyrði hvað varðar skaðabótaábyrgð ríkis. Evrópudómstóllinn
hefur í síðari málurn ítrekað þessi skilyrði.40
Evrópudómstóllinn hefur í þeim málum sem á eftir hafa komið skýrt frekar
skilyrði fyrir skaðabótaábyrgð ríkis41 og í raun mótað upp á nýtt, en ávallt lagt
áherslu á að skilyrðin hafi verið efnislega samhljóða í öllum dómunum.42 Skil-
yrðin fyrir skaðabótaábyrgð ríkis eru nú yfirleitt orðuð með eftirfarandi hætti:
37 36. málsgrein.
38 Þó að ítalskur dómstóll hafi dæmt Francovich bætur, þá missti hann bótaréttinn í kjölfarið á
Francovich II þar sem vinnuveitandi Francovich féll ekki undir ákvæði tilskipunarinnar.
39 Mál nr. C-199/82 Amministrazione delle Finanze dello Stato gegn San Giorgio, 1983, ECR
3595. Nýrra dæmi er t.d. mál nr. C-129/2000 Framkvœmdastjórnin gegn Italíu.
40 Sjá t.d. mál nr. C-5/94 Hedley Lomas, 31. málsgrein; mál nr. C-127/95 Norbrook Laboratories
111. málsgrein og mál nr. C-224/01 Köbler gegn Austurríki, 58. málsgrein o.s.frv.
41 Sameinuð mál nr. C-46/93 Brasserie du Pecheur gegn Þýskalandi og C-48/93 Factortame\ mál nr.
C-5/94 Hedley Lomas og sameinuð mál nr. C-178, 179, 188-190/94 Dillenkofer gegn Þýskalandi.
42 Sameinuð mál nr. C-178, 179, 188-190/94 Dillenkofer gegn Þýskalandi, 23. málsgrein.
346