Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 72
5.3.1 Röksemdir aðila
Stefnandi í málinu vísaði til máls Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur og í dóma-
framkvæmd Evrópudómstólsins. Taldi hann að samkvæmt dómum Evrópu-
dómstólsins ættu einstaklingar og lögpersónur jafnan rétt til skaðabóta og að
brot á ákvæðum meginmáls EES-samningsins væru alvarlegri en brot á af-
leiddri löggjöf. Hélt stefnandi því fram að það hafi verið ljóst þegar samn-
ingaviðræður um EES-samninginn fóru fram að óheimilt yrði að viðhalda
einkarétti til innflutnings á áfengum drykkjum og vísaði í því sambandi til
Manghera-dómsM Evrópudómstólsins. Sameiginleg yfirlýsing fjögurra Norður-
landa hefði mjög takmarkaða þýðingu sem réttarheimild. Því var haldið fram að
stefnandi hefði orðið fyrir tjóni þegar honum var meinað að flytja inn Cointreau
líkjör, sem hann hafði umboð fyrir, og hann ætti því skaðabótakröfu á hendur
ríkinu vegna tjónsins.
Stefndi í málinu, íslenska ríkisstjómin, benti á að bæði fyrir, og í ákveðinn
tíma eftir gildistöku EES-samningsins, hafi stefndi ekki talið vafa leika á að
einkaréttur ríkisins á innflutningi og heildsöludreifingu á áfengi væri í samræmi
við EES-samninginn. Hins vegar hafi þessi einkaréttur verið afnuminn árið
1995 í kjölfar álits ESA og EFTA-dómstólsins í Restamark-málinu. Því var
haldið fram að samkvæmt íslensku stjómarskránni væru það aðeins innlendir
dómstólar sem hefðu lögsögu til að ákveða hvort stefndi væri skaðabótaskyldur
samkvæmt íslenskum rétti. Með vísan til 3. gr. íslenskra laga um lögfestingu
EES-samningsins væri 16. gr. hans ekki nógu skýr og óskilyrt til þess að hún
gæti orðið grundvöllur að réttindum til handa einstaklingum. íslenska ríkið
hefði breytt lögum um einkarétt ríkisins á innflutningi og heildsöludreifingu á
áfengi.
Ríkisstjóm Noregs taldi að EES-samningurinn væri ekki nægilegur laga-
grandvöllur til að kveða á um meginreglu um skaðabótaskyldu ríkisins. I samn-
ingnum væri ekki neitt skýrt ákvæði í þá veru og slík skylda yrði ekki leidd af
samningnum. Þótt ríkisstjórn Noregs hafi viðurkennt að EFTA-dómstóllinn hafi
í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur komist að þeirri niðurstöðu að við vissar
aðstæður gæti EFTA-ríki verið skylt að greiða skaðabætur til einstaklinga, sem
hafi orðið fyrir tjóni vegna rangrar lögfestingar tilskipunar, taldi ríkisstjórn
Noregs að í því máli hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til sérstaks eðlis EES-
samningsins. Meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkis í bandalagsrétti væri
órjúfanlega tengd grundvallarreglunni um bein réttaráhrif og því gæti hún ekki
talist hluti EES-réttar. Vísað var til þess að Evrópudómstóllinn byggði niður-
stöðu sína í Van Gend en Loos-málinu85 á því að í bandalagsrétti fælist framsal
fullveldis og löggjafarvalds frá aðildarríkjunum til bandalagsins. Slíkt hafi
skýrlega verið undanskilið í EES-samningnum. Einsleitni verði að ná með
ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar og með ákvörðunum löggjafar-
84 Mál nr. C-57/75 Pubblico Ministereo gegn Manghera, 1976, ECR 91.
85 Mál nr. C-26/62 Van Gend en Loos, 1963, ECR 1.
366