Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 68
anna, án þess að löggjaíinn hefði nokkuð um það að segja. Af þessum sökum
taldi framkvæmdastjórnin að þær tvær heimildir, sem fyrr greinir og eru taldar
grundvöllur bótaábyrgðar ríkisins vegna ófullnægjandi aðlögunar landsréttar,
væri ekki að finna í EES-samningnum og að það hafi verið eitt af meginmark-
miðum EFTA-ríkjanna að koma í veg fyrir svo viðamikla breytingu á stjórn-
skipun sinni.
Framkvæmdastjómin vakti síðan athygli á þeirri spumingu hvort skaða-
bótaábyrgð ríkisins yrði byggð á EES-samningnum þótt þar væri ekki að finna
þau atriði sem líkja má við stjórnskipunarrétt Evrópubandalagsins. Þriðja
heimildin sem nefnd var í Francovich-dóminum, þ.e. skylda aðila til að uppfylla
samningsskyldur sínar í góðri trú, sbr. 10. gr. Rs. (áður 5. gr.), ætti sér hliðstæðu
í 3. gr. EES-samningsins. Spumingin væri því sú hvort þessi heimild ásamt
bindandi eðli gerða þeirra sem teknar væru í viðauka samningsins, sbr. 7. gr.
EES-samningsins, nægði til að slá fastri þjóðréttarlegri skuldbindingu aðildar-
ríkjanna til að leyfa skaðabótamál sem á þessu byggðust, þótt slíkt væri almennt
ekki heimilt að landsrétti.
Þar sem almennur þjóðaréttur og samningsbundinn þjóðaréttur krefðist þess
ekki að ríki sæju til þess að höfða mætti skaðabótamál á þeim grundvelli einum
að þjóðréttarsamningur væri skuldbindandi og bæri að framfylgja í góðri trú,
ylti jákvætt svar við spumingunni á því að eðlismunur væri á ákvæðum 3. gr.
og 7. gr. EES-samningsins og ákvæðum annarra þjóðréttarsamninga eða að
ákvæðin gengju lengra en almennt er í þjóðréttarsamningum.
Að lokum tók framkvæmdastjórnin fram að hvað sem öðru liði væri þeim
skilyrðum fyrir bótaábyrgð sem dómstóll EB hefur slegið föstum ekki fullnægt
í málinu. Að mati framkvæmdastjómarinnar væm fleiri en ein skýringarleið fær
í sambandi við túlkun íslenska aðlögunarákvæðisins í viðauka tilskipunarinnar
og að því er lyti að túlkun 10. gr. tilskipunarinnar. Því hlyti það að verða
niðurstaða EFTA-dómstólsins að skilyrðinu um alvarlegt brot af Islands hálfu
væri ekki fullnægt, samanber dóm Evrópudómstólsins í Brasserie du Pécheur-
málinu, málsgreinar 37 og áfram, sérstaklega málsgrein 56.
5.2 Niðurstöður EFTA-dómstólsins
5.2.1 Tilvist meginreglunnar um skaðabótaábyrgð ríkis
Dómstóllinn taldi að það yrði að líta svo á að meginreglan um skaða-
bótaábyrgð ríkis væri óaðskiljanlegur hluti EES-samningsins. Gerði dóm-
stóllinn ekki beinar athugasemdir við þær röksemdir sem settar voru fram
varðandi 6. gr. EES-samningsins. Þær röksemdir sem lágu til grundvallar niður-
stöðu EFTA-dómstólsins vom í fyrsta lagi einsleitnimarkmið EES-samningsins
og í öðru lagi að tryggja einstaklingum og aðilum í atvinnurekstri jafnræði og
jöfn samkeppnisskilyrði og raunhæfa leið til að fylgja þeim réttindum eftir.
Vísaði dómstóllinn fyrst til þess að í EES-samningnum væri ekkert tiltekið
ákvæði sem legði grunninn að skaðabótaábyrgð ríkisins vegna þess að lands-
réttur væri ekki réttilega lagaður að samningnum. í framhaldi af því taldi dóm-
362