Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 10
dómari hefur sína deild, „sitt eigið ríki“, sem skipuð er honum sjálfum, lög- lærðum aðstoðarmanni og ritara. Deildafyrirkomulagið er ólíkt skipan Mann- réttindadómstóls Evrópu þar sem hver dómari hefur ekki sinn aðstoðarmann heldur fer það eftir málum hverju sinni hvaða aðstoðarmanni er úthlutað máli. Ekki má vanmeta áhrif deildafyrirkomulagsins á dómaframkvæmd. Annar mikilvægur munur milli EFTA-dómstólsins og mannréttindadómstólsins er sá að sératkvæði eru hluti af dómskerfi mannréttindadómstólsins en ekki EFTA- dómstólsins. EFTA-dómstóllinn fylgdi í þessum efnum sem áður fordæmi Evrópudómstólsins. Líkt og dómarar Evrópudómstólsins sverja dómarar EFTA-dómstólsins þess eið að þeir nruni halda umfjöllun um mál leyndri og opinbera ekki hugsanlegan ágreining. Dómstóllinn kemur því fram senr ein heild út á við. Það verður því að reyna að lesa úr rökstuðningi dóms hvort niðurstaða hafi verið samhljóða eða atkvæði fallið tvö gegn einu. A öðrum sviðum er fyrirkomulag EFTA-dómstólsins ólíkt Evrópudómstóln- um. Stærsti munurinn liggur í tungumálaskipan EFTA-dómstólsins sem er mun einfaldari en hjá Evrópudómstólnum. Opinbert tungumál EFTA-dónrstólsins er enska. I samningsbrotamálum fer allur málarekstur fram á ensku og dómur er einungis kveðinn upp á ensku. Þegar dómstóll í aðildarríki óskar eftir ráðgefandi áliti getur hann hins vegar lagt spurningar fyrir dómstólinn á eigin tungumáli (þ.e. þýsku, íslensku eða norsku) og aðilar málsins sem rekið er fyrir viðkomandi dómstóli hafa heimild til að ávarpa dóminn á því tungumáli, bæði munnlega og skriflega. Dómur er kveðinn upp á ensku og þingmáli þess dómstóls sem óskaði eftir ráðgefandi áliti. Textamir eru jafngildir þótt annar textinn sé einungis þýðing á hinum enska. EFTA-dómstóllinn er einnig frábrugðinn Evrópudóm- stólnum að því leyti að engir aðallögsögumenn starfa hjá EFTA-dómstólnum. Tvær ástæður geta legið þar að baki. Annars vegar fyrirfinnast aðallögsögumenn ekki hjá neinu þeirra EFTA-ríkja sem tóku þátt í samningaviðræðunum um EES- samninginn. Hins vegar er það mögulegt að þeir sem stóðu að gerð EES- samningsins hafi talið að úrskurðir Evrópudómstólsins, sem EFTA-dómstólnum ber að taka tillit til við túlkun EES-reglna samkvæmt reglunum um einsleitni, væru nægilega leiðbeinandi og því ekki þörf á aðallögsögumönnum. 1.3 Réttarfar Ahrif Evrópudómstólsins á málsmeðferðarreglur EFTA-dómstólsins eru einnig augljós. Það á meðal annars við um þá málaflokka sem heyra undir valdsvið dómstólsins. Mikilvægustu málaflokkar dómstólsins eru: 1) úrskurðir í málum sem Eftirlitsstofnun EFTA höfðar gegn aðildarríki vegna brota á EES- reglum, 2) úrskurðir í málum sem EFTA-ríki eða einstaklingar höfða til ógild- ingar á ákvörðunum Eftirlitsstofnunar EFTA og 3) ráðgefandi álit um túlkun á EES-reglum að beiðni dómstóls í EFTA-ríki. Síðastnefndi málaflokkurinn er ólíkur þeim sem kveðið er á um í 234. gr. Rómarsamningsins (Rs.) aðallega að tvennu leyti: 1) Olíkt dómstólum á efsta stigi í ríkjum Evrópusambandsins er dómstólum í EFTA-ríkjunum ekki skylt að óska eftir ráðgefandi áliti EFTA- 304
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.