Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 10
dómari hefur sína deild, „sitt eigið ríki“, sem skipuð er honum sjálfum, lög-
lærðum aðstoðarmanni og ritara. Deildafyrirkomulagið er ólíkt skipan Mann-
réttindadómstóls Evrópu þar sem hver dómari hefur ekki sinn aðstoðarmann
heldur fer það eftir málum hverju sinni hvaða aðstoðarmanni er úthlutað máli.
Ekki má vanmeta áhrif deildafyrirkomulagsins á dómaframkvæmd. Annar
mikilvægur munur milli EFTA-dómstólsins og mannréttindadómstólsins er sá
að sératkvæði eru hluti af dómskerfi mannréttindadómstólsins en ekki EFTA-
dómstólsins. EFTA-dómstóllinn fylgdi í þessum efnum sem áður fordæmi
Evrópudómstólsins. Líkt og dómarar Evrópudómstólsins sverja dómarar
EFTA-dómstólsins þess eið að þeir nruni halda umfjöllun um mál leyndri og
opinbera ekki hugsanlegan ágreining. Dómstóllinn kemur því fram senr ein
heild út á við. Það verður því að reyna að lesa úr rökstuðningi dóms hvort
niðurstaða hafi verið samhljóða eða atkvæði fallið tvö gegn einu.
A öðrum sviðum er fyrirkomulag EFTA-dómstólsins ólíkt Evrópudómstóln-
um. Stærsti munurinn liggur í tungumálaskipan EFTA-dómstólsins sem er mun
einfaldari en hjá Evrópudómstólnum. Opinbert tungumál EFTA-dónrstólsins er
enska. I samningsbrotamálum fer allur málarekstur fram á ensku og dómur er
einungis kveðinn upp á ensku. Þegar dómstóll í aðildarríki óskar eftir ráðgefandi
áliti getur hann hins vegar lagt spurningar fyrir dómstólinn á eigin tungumáli
(þ.e. þýsku, íslensku eða norsku) og aðilar málsins sem rekið er fyrir viðkomandi
dómstóli hafa heimild til að ávarpa dóminn á því tungumáli, bæði munnlega og
skriflega. Dómur er kveðinn upp á ensku og þingmáli þess dómstóls sem óskaði
eftir ráðgefandi áliti. Textamir eru jafngildir þótt annar textinn sé einungis
þýðing á hinum enska. EFTA-dómstóllinn er einnig frábrugðinn Evrópudóm-
stólnum að því leyti að engir aðallögsögumenn starfa hjá EFTA-dómstólnum.
Tvær ástæður geta legið þar að baki. Annars vegar fyrirfinnast aðallögsögumenn
ekki hjá neinu þeirra EFTA-ríkja sem tóku þátt í samningaviðræðunum um EES-
samninginn. Hins vegar er það mögulegt að þeir sem stóðu að gerð EES-
samningsins hafi talið að úrskurðir Evrópudómstólsins, sem EFTA-dómstólnum
ber að taka tillit til við túlkun EES-reglna samkvæmt reglunum um einsleitni,
væru nægilega leiðbeinandi og því ekki þörf á aðallögsögumönnum.
1.3 Réttarfar
Ahrif Evrópudómstólsins á málsmeðferðarreglur EFTA-dómstólsins eru
einnig augljós. Það á meðal annars við um þá málaflokka sem heyra undir
valdsvið dómstólsins. Mikilvægustu málaflokkar dómstólsins eru: 1) úrskurðir
í málum sem Eftirlitsstofnun EFTA höfðar gegn aðildarríki vegna brota á EES-
reglum, 2) úrskurðir í málum sem EFTA-ríki eða einstaklingar höfða til ógild-
ingar á ákvörðunum Eftirlitsstofnunar EFTA og 3) ráðgefandi álit um túlkun á
EES-reglum að beiðni dómstóls í EFTA-ríki. Síðastnefndi málaflokkurinn er
ólíkur þeim sem kveðið er á um í 234. gr. Rómarsamningsins (Rs.) aðallega að
tvennu leyti: 1) Olíkt dómstólum á efsta stigi í ríkjum Evrópusambandsins er
dómstólum í EFTA-ríkjunum ekki skylt að óska eftir ráðgefandi áliti EFTA-
304