Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 47
réttarfarsúrræði eru fyrir hendi varðandi samkeppnisréttarmál og ríkisstyrki. Rómarsáttmálinn leiddi ekki til neinna stórvægilegra breytinga á starfsemi eða réttarfari Evrópudómstólsins og í raun ekki á samsetningu hans heldur. I 2. mgr. 288. gr. Rs. (áður 2. mgr. 215. gr.) er vikið að skaðabótaskyldu bandalagsins, stofnana þess eða starfsmanna, utan samninga. Þar segir: Að því er varðar skaðabótaábyrgð utan samninga, skal bandalagið, í samræmi við sameiginlegar grundvallarreglur aðildarríkjanna, bæta það tjón sem stofnanir þess eða starfsmenn þeirra valda við störf sín. Með því að setja í samninginn „sameiginlegar grundvallarreglur aðildar- ríkjanna“ var dómstólnum gert kleift að þróa frekar og skerpa þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að skaðabótaábyrgð utan samninga komi til álita. Tekið skal fram að hvorki í Rómarsáttmálanum, né síðari viðaukum og breytingum sem gerðar hafa verið, hefur verið minnst á skaðabótaskyldu að- ildarríkis í þeim tilvikum er fyrirtæki eða einstaklingar gerast sekir um að brjóta gegn löggjöf bandalagsins. Vegna skorts á afdráttarlausum ákvæðum í bandalagsrétti hefur Evrópu- dómstóllinn í áranna rás mótað regluna um skyldu ríkis til að bæta það tjón sem einstaklingar verða fyrir sökum aðgerða eða vanrækslu ríkis sem fer í bága við skyldur þess samkvæmt löggjöf bandalagsins. Ferlið hefur verið langt og reglan ber þess merki að byggjast á dómafordæmum, þar sem tekið er á málum sem liggja fyrir hverju sinni, og þróunin hefur oft á tíðum verið afar hæg en stundum mjög hröð. í málum er varða skaðabótaábyrgð ríkis hefur dómstóllinn stundum byggt á dómum sem fallið hafa í málum um skaðabótaábyrgð bandalagsins utan samninga, sérstaklega varðandi þau skilyrði bótaábyrgðar sem þurfa að vera fyrir hendi.11 Það er þess virði að skoða stuttlega þessa þróun. 3.1 Eldri úrskurðir Evrópudómstólsins í forúrskurðarmáli er varðaði KSE, Hublet gegn Belgíu}2 frá árinu 1960 gaf Evrópudómstóllinn fyrst í skyn að væru löggjöf aðildarríkis eða stjómsýslu- fyrirmæli talin brjóta í bága við bandalagslöggjöf, væri viðkomandi ríki skylt, skv. 86. gr. þess samnings,13 að laga löggjöf sína eða fyrirmæli að löggjöf banda- lagsins og bæta tjón sem orðið hefði vegna þessa. En þótt dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að skattur, innheimtur af belgíska ríkinu, bryti gegn ákvæðum KSE-samningsins var belgískum yfirvöldum einungis gert að gera að engu áhrif skattlagningarinnar. Það verður því að líta á hina almennu yfirlýs- ingu sem hugleiðingar dómara. Samt sem áður hafði spumingunni um skaða- bótaábyrgð aðildarríkis vegna aðgerða sem ekki samræmdust bandalagslöggjöf verið varpað fram í fyrsta sinn. 11 2. mgr. 288. gr. EC (áður 2. mgr. 215. gr.). 12 Mál nr. C-6/60 Humblet gegn Belgíu. 13 86. gr. KSE sem samsvarar 10. gr. Rs. (áður 5. gr.). 341
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.