Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 28
í málum Dr. Brandle, nr. E-4/00, Dr. Mangold, nr. E-5/00 og Dr. Tshannet,61
nr. E-6/00, voru til umfjöllunar ákvæði læknalaga í Liechtenstein þar sem fram
kom að læknar og tannlæknar sem óskuðu eftir starfsleyfi í Liechtenstein gætu
einungis starfrækt eina stofu, óháð staðsetningu („single practice“-reglan).
Austurrískir ríkisborgarar sem ráku lækna- eða tannlæknastofur í Austurríki
sóttu um leyfi til þess að setja upp og starfrækja lækna- eða tannlæknastofur í
Liechtenstein. Umsóknum þeirra var hafnað af yfirvöldum í Liechtenstein á
grundvelli þeirrar reglu að hver og einn mætti aðeins starfrækja eina stofu.
EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í öllum málunum að þessi regla
fæli í sér hömlur á staðfesturétti í skilningi 31. gr. EES-samningsins þar sem
hún kæmi í veg fyrir að læknar og tannlæknar sem störfuðu utan Liechtenstein
settu þar upp aðra stofu. Eins og segir í dóminum getur krafan um eina stofu
gert lækna og tannlækna fráhverfa því að setja á fót stofu í Liechtenstein og haft
þar með bein áhrif á aðgengi þeirra að markaðinum þar. Röksemdir ríkisstjómar
Liechtenstein, um að reglan um eina stofu væri réttlætanleg vegna almanna-
hagsmuna eins og að viðhalda fjárhagslegum stöðugleika almannatrygginga-
kerfisins í Liechtenstein, sjálfbærni heilbrigðiskerfis sem væri opið öllum og að
ábyrgjast hágæða læknisþjónustu í Liechtenstein, voru ekki teknar til greina.
Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að við þær aðstæður sem voru fyrir
hendi í öllum málunum væru þessar hömlur á staðfesturétti hvorki viðeigandi
né nauðsynlegar til þess að ná þeim markmiðum sem Liechtenstein stefndi að.
4.8 Matvælaöryggi: Höfnun röksemdafærslunnar um nauðsyn og
viðurkenning á varúðarreglunni í málum um markaðssetningu á
efnabættum matvælum (Kellogg’s)
í máli Eftirlitsstofnunar EFTA gegn Noregi,62 nr. E-3/00, var fjallað um
bann Noregs við innflutningi og markaðssetningu á vítamín- og jámbættum
Kellogg’s komflögum sem framleiddar vom og markaðssettar á löglegan hátt í
öðrum EES-ríkjum. Norska ríkið hélt því fram að með því að sýna fram á að
ekki væri vítamín- og jámskortur hjá norsku þjóðinni væri réttlætanlegt að
banna markaðssetningu á kornflögum framleiddum í Danmörku. EFTA-
dómstóllinn hafnaði þessari röksemdafærslu á þeirri meginforsendu að stjórn-
völd í Noregi höfðu um árabil staðið fyrir efnabætingu tiltekinna vara. Sú
spurning hvort efnabæting matvæla sé nauðsynleg gæti verið réttlætanleg á
grundvelli meðalhófsreglunnar. A sama hátt taldi dómstóllinn að ríkisstjómir
gætu stuðst við varúðarregluna við mat á því livort heimilt væri að banna
markaðssetningu á efnabættum komflögum af heilbrigðisástæðum í þeim
tilvikum þegar reglur aðildarríkjanna hafa ekki verið samhæfðar. Samkvæmt
þeirri meginreglu er nægilegt að sýna fram á vísindalega óvissu varðandi þá
hættu sem um ræðir. Dómstóllinn lagði áherslu á að ráðstafanir yrðu að
61 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2000-2001, bls. 123, 163 og 203.
62 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2000-2001, bls. 73.
322