Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 35
5.2.4 Ríkisábyrgð til handa fyrirtækjum í eigu hins opinbera telst
ríkisstyrkur
I áliti Jacobs aðallögsögumanns í GEMO-máli Evrópudómstólsins var vísað
til dóms EFTA-dómstólsins í Husbanken II-málinu til stuðnings hinni svo-
nefndu „ríkisstyrkjanálgunar“ (state aid approach) við mat á því hvort fjár-
hagsaðstoð ríkis til fyrirtækis sem veitir opinbera þjónustu geti talist ríkis-
styrkur.83 Þetta álitaefni var, o£ er að hluta til enn, eitt það umdeildasta í ríkis-
styrkjareglum bandalagsins. A því hefur nýverið verið tekið af Evrópudóm-
stólnum í Ferring og Altmark-málunum þar sem beitt var gagnstæðri nálgun,
þ.e. hallast er að svonefndri „mótframlagsnálgun" (compensation approach ).84
5.2.5 Matvælaöryggi: Höfnun röksemdafærslunnar um nauðsyn og
viðurkenning á varúðarreglunni í málum um markaðssetningu á
efnabættum matvælum
Dómur EFTA-dómstólsins í Kellogg’'s-málinu hefur haft töluverð áhrif á
dómafordæmi Evrópudómstólsins sem og undirréttar hans. I september 2002
féllst undirrétturinn á það í tveimur málum er vörðuðu efnabætingu dýrafóðurs
með sýklalyfjum að varúðarreglan væri hluti bandalagsréttar og vísaði í því
sambandi til niðurstöðu EFTA-dómstólsins í KelIogg’s-máIinu.S5 í september
2003 stóð Evrópudómstóllinn frammi fyrir því að úrskurða hvort heimilt væri
að setja á markað efnabreyttan maís. Evrópudómstóllinn byggði einnig á dómi
EFTA-dómstólsins í Kellogg’s-málinu þegar hann sagði:
... protective measures ... may not properly be based on a purely hypothetical
approach to risk, founded on mere suppositions which are not yet scientifically
verified.86
I áliti Alber, aðallögsögumanns málsins, var fjallað um dóm EFTA-dóm-
stólsins í Kellogg’s-málinu.
Mikilvægasti dómurinn á þessu sviði er án efa úrskurður Evrópudómstólsins
í máli Framkvæmdastjórnarinnar gegn Danmörku. Málsatvik voru svipuð og í
Kellogg’s-málinu og niðurstaða Evrópudómstólsins var að öllu leyti sú sama og
hjá EFTA-dómstólnum. Taldi Evrópudómstóllinn að ríkisstjóm gæti ekki
réttlætt bann við markaðssetningu efnabættra matvæla vegna þess eins að ekki
væri næringarskortur í viðkomandi landi. Evrópudómstóllinn staðfesti einnig
tilvist varúðarreglunnar og setti sömu skilyrði fyrir beitingu hennar og EFTA-
83 Álit frá 30. apríl 2002, mál nr. C-126/01 Gemo, fn. 64,77.
84 Mál nr. C-53/00 Ferring, 2001 ECR, 1-9067 og C-280/00 Altmark Trans, 2003 ECR, 1-7747.
85 Mál nr. T-13/99 Pfizer Animal Health, 2002 ECR, 11-3305 og T-70/99 Alpharma, 2002 ECR, II-
3495.
86 Dómur frá 9. september 2003, mál C-236/01 Monsanto Agrícoltura Italia, 106. málsgrein.
329