Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 104
dómstólsins eins gert var í málum Fagtúns ehf. og Erlu Maríu Sveinbjörns-
dóttur.
Dómur héraðsdóms í þessu máli var kveðinn upp 14. maí 1999. Að því er
varðar áhrif ákvarðana EFTA-dómstólsins lagði héraðsdómur fyrst og fremst
áherslu á fullveldi Islands og hlutverk sjálfstæðra, innlendra dómstóla við að
vemda fullveldið. Eigi að síður leggur héraðsdómur til grundvallar að ráð-
gefandi álit EFTA-dómstólsins gegni veigamiklu hlutverki fyrir íslenska dóm-
stóla þegar um er að ræða túlkun á EES-samningnum. Af þessu má sjá að
héraðsdómur í þessu máli var í raun fyrstur til að orða þá reglu sem hefur
undantekningarlaust verið beitt af íslenskum dómstólum eftir Fagtúnsmálið,
þótt framsetning héraðsdóms á reglunni væri með öðrum hætti en hjá Hæstarétti
síðar.31 Athygli vekur að Hæstiréttur skyldi ekki í dómi sínum vísa til þeirrar
almennu reglu sem hann hafði áður mótað í málum Fagtúns ehf. og Erlu Maríu
Sveibjömsdóttur um áhrif ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á úrlausnir
íslenskra dómstóla.
2.4 Mál E-1/00 Lánasýsla ríkisins32
í fjórða málinu sem varðar ísland sendi Héraðsdómur Reykjavíkur beiðni
um ráðgefandi álit til EFTA-dómstólsins í máli Lánasýslu ríkisins (L) gegn
Islandsbanka FBA hf. (I), sbr. dóm Hæstaréttar í því máli.
Atvik máls voru þau að aðila málsins, L og I, greindi á um það hvort I bæri
að greiða ríkisábyrgðargjald af lánum teknum hjá Norræna fjárfestingarbank-
anum eins og sá síðamefndi væri erlendur aðili í skilningi laga um ríkis-
ábyrgðir. Allt fram til ársins 1998 var reglur um ríkisábyrgðir að finna í lögum
nr. 37/1961 um ríkisábyrgðir. Ný lög um ríkisábyrgðir gengu í gildi árið 1998.
I eldri löggjöf var einungis krafist ábyrgðargjalds af erlendum aðilum. í lögun-
um frá 1998 um ríkisábyrgðir er krafist ábyrgðargjalds vegna allra lána sem
njóta ríkisábyrgða, óháð því hvort þeirra er aflað innanlands eða erlendis.
Gjaldið var þó helmingi hærra ef lánanna var aflað erlendis. í hafði neitað að
greiða ábyrgðagjald vegna lána frá Norræna fjárfestingarbankanum, eins og um
væri að ræða erlend lán, með þeim rökum að Norræni fjárfestingarbankinn væri
ekki erlendur aðili samkvæmt lögum um ríkisábyrgðir, og höfðaði L þá mál á
hendur I til heimtu gjaldsins.
Við meðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vaknaði sú spuming
hvort framangreint fyrirkomulag laga um ríkisábyrgðir samræmdist EES-
löggjöf. Lögmaður stefnanda lagði til í stefnu að leitað yrði álits EFTA-dóm-
stólsins varðandi tiltekin álitaefni í málinu. Með úrskurði héraðsdóms 14.
desember 1999 var ákveðið að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins varð-
31 í þessu sambandi er rétt að minna á að í héraðsdómi í máli Erlu Maríu Sveinbjömsdóttur, sem
upp var kveðinn 18. mars 1999, var leyst úr álitaefninu með öðrum hætti.
32 Mál E-1/00 Lánasýsla ríkisins gegn Islandsbanka - FBA. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2000-
2001, bls. 10.
398