Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 104

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 104
dómstólsins eins gert var í málum Fagtúns ehf. og Erlu Maríu Sveinbjörns- dóttur. Dómur héraðsdóms í þessu máli var kveðinn upp 14. maí 1999. Að því er varðar áhrif ákvarðana EFTA-dómstólsins lagði héraðsdómur fyrst og fremst áherslu á fullveldi Islands og hlutverk sjálfstæðra, innlendra dómstóla við að vemda fullveldið. Eigi að síður leggur héraðsdómur til grundvallar að ráð- gefandi álit EFTA-dómstólsins gegni veigamiklu hlutverki fyrir íslenska dóm- stóla þegar um er að ræða túlkun á EES-samningnum. Af þessu má sjá að héraðsdómur í þessu máli var í raun fyrstur til að orða þá reglu sem hefur undantekningarlaust verið beitt af íslenskum dómstólum eftir Fagtúnsmálið, þótt framsetning héraðsdóms á reglunni væri með öðrum hætti en hjá Hæstarétti síðar.31 Athygli vekur að Hæstiréttur skyldi ekki í dómi sínum vísa til þeirrar almennu reglu sem hann hafði áður mótað í málum Fagtúns ehf. og Erlu Maríu Sveibjömsdóttur um áhrif ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á úrlausnir íslenskra dómstóla. 2.4 Mál E-1/00 Lánasýsla ríkisins32 í fjórða málinu sem varðar ísland sendi Héraðsdómur Reykjavíkur beiðni um ráðgefandi álit til EFTA-dómstólsins í máli Lánasýslu ríkisins (L) gegn Islandsbanka FBA hf. (I), sbr. dóm Hæstaréttar í því máli. Atvik máls voru þau að aðila málsins, L og I, greindi á um það hvort I bæri að greiða ríkisábyrgðargjald af lánum teknum hjá Norræna fjárfestingarbank- anum eins og sá síðamefndi væri erlendur aðili í skilningi laga um ríkis- ábyrgðir. Allt fram til ársins 1998 var reglur um ríkisábyrgðir að finna í lögum nr. 37/1961 um ríkisábyrgðir. Ný lög um ríkisábyrgðir gengu í gildi árið 1998. I eldri löggjöf var einungis krafist ábyrgðargjalds af erlendum aðilum. í lögun- um frá 1998 um ríkisábyrgðir er krafist ábyrgðargjalds vegna allra lána sem njóta ríkisábyrgða, óháð því hvort þeirra er aflað innanlands eða erlendis. Gjaldið var þó helmingi hærra ef lánanna var aflað erlendis. í hafði neitað að greiða ábyrgðagjald vegna lána frá Norræna fjárfestingarbankanum, eins og um væri að ræða erlend lán, með þeim rökum að Norræni fjárfestingarbankinn væri ekki erlendur aðili samkvæmt lögum um ríkisábyrgðir, og höfðaði L þá mál á hendur I til heimtu gjaldsins. Við meðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vaknaði sú spuming hvort framangreint fyrirkomulag laga um ríkisábyrgðir samræmdist EES- löggjöf. Lögmaður stefnanda lagði til í stefnu að leitað yrði álits EFTA-dóm- stólsins varðandi tiltekin álitaefni í málinu. Með úrskurði héraðsdóms 14. desember 1999 var ákveðið að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins varð- 31 í þessu sambandi er rétt að minna á að í héraðsdómi í máli Erlu Maríu Sveinbjömsdóttur, sem upp var kveðinn 18. mars 1999, var leyst úr álitaefninu með öðrum hætti. 32 Mál E-1/00 Lánasýsla ríkisins gegn Islandsbanka - FBA. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2000- 2001, bls. 10. 398
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.