Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 69
stóllinn að það kæmi til álita hvort skylda ríkisins gæti verið leidd af yfirlýstum
tilgangi EES-samningsins og uppbyggingu hans.
Dómstóllinn vísaði í 1. mgr. 1. gr. EES-samningsins78 og 4. lið aðfararorða
hans79 varðandi einsleitnimarkmiðið, þar sem lýst er almennum markmiðum
samningsins um að mynda einsleitt evrópskt efnahagssvæði. Vísaði dóm-
stóllinn einnig í 15. lið aðfararorðanna80 þar sem stefnt er að því að ná fram og
halda sig við samræmda túlkun og beitingu EES-samningsins og bandalags-
löggjafar. Dómstóllinn sagði að það byggðist sérstaklega á tveimur grundvallar-
atriðum að markmiðið um einsleitni næðist.
I fyrsta lagi skyldu efnisákvæði EES-samningsins á þeim sviðum sem sam-
vinnan næði til að mestu leyti vera samhljóða samsvarandi ákvæðum Rómar-
sáttmálans og KSE-sáttmálans og að þau skyldu verða gildandi reglur í EFTA-
ríkjunum er ríkin tækju þau upp í landsrétt.
I öðru lagi væri með EES-samningnum komið á margbrotnu kerfi sem
tryggja ætti einsleita túlkun og beitingu þeirra efnisreglna sem teknar hefðu
verið upp í landsrétt, t.d. með eftirlitskerfi Eftirlitsstofnunar EFTA, EFTA-dóm-
stólnum og sameiginlegu EES-nefndinni.
EFTA-dómstóIlinn vísaði sérstaklega til 8. liðar aðfararorðanna varðandi
það markmið að tryggja einstaklingum og aðilum í atvinnurekstri jafnræði og
jöfn samkeppnisskilyrði og raunhæfa leið til að fylgja þeim réttindum eftir, en
einnig til 4. og 15. liðar sem vísað hafði verið til í sambandi við einsleitni-
markmiðið.
í ljósi þess markmiðs tók dómstóllinn mið af því að ákvæðum EES-samn-
ingsins væri í ríkum mæli ætlað að vera til hagsbóta einstaklingum og aðilum í
atvinnurekstri á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Því ylti framkvæmd samn-
ingsins á því að einstaklingar og aðilar í atvinnurekstri, sem tryggð væru þessi
réttindi, gætu byggt á þeim.
Dómstóllinn taldi að í ljósi þessara tveggja markmiða væri EES-samn-
ingurinn þjóðréttarsamningur sem væri sérstaks eðlis (sui generis) sem fæli í sér
sérstakt og sjálfstætt réttarkerfi. Með vísan til Maglite-clómsins*1 sagði dóm-
stóllinn að EES-samningurinn hafi ekki komið á fót tollabandalagi heldur
78 1. mgr. 1. gr. EES-samningsins er svohljóðandi: „Markmið þessa samstarfssamnings er að stuðla
að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnis-
skilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem
nefnist hér á eftir EES“.
79 4. liður aðfararorða EES-samningsins er svohljóðandi: „HAFAI HUGA það markmið að mynda
öflugt og einsleitt Evrópskt efnahagssvæði er grundvallist á sameiginlegum reglum og sömu sam-
keppnisskilyrðum, tryggri framkvæmd, meðal annars fyrir dómstólum, og jafnrétti, gagnkvæmni
og heildarjafnvægi hagsbóta, réttinda og skyldna samningsaðila".
80 15. liður aðfararorðanna er svohljóðandi: „STEFNA AÐ ÞVI, með fullri virðingu fyrir sjálfstæði
dómstólanna, að ná fram og halda sig við samræmda túlkun og beitingu samnings þessa og þeirra
ákvæða í löggjöf bandalagsins sem tekin eru efnislega upp í samning þennan, svo og að koma sér
saman um jafnræði gagnvart einstaklingum og aðilum í atvinnurekstri að því er varðar fjórþætta
frelsið og samkeppnisskilyrði."
81 Mál nr. E-2/97 Maglite. Skýrsla EFTA-dómstólsins 1997, bls. 127.
363