Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 120
þeim hætti að niðurstaðan verði ekki í andstöðu við EES-réttinn. Tekið er fram
að þessi afstaða sé í samræmi við þá meginreglu evrópuréttarins að nota
„direktivkonfonn fortolkning" sem einnig sé meginregla í EES-réttinum. Til
sömu niðurstöðu leiði einnig sú skýringarregla sem notuð sé til að komast sem
lengst hjá niðurstöðu andstæðri þjóðarétti (presumsjonsprinsippet). Meiri-
hlutanum þóttu þessar skýringaraðferðir samt sem áður ekki duga til þess að
unnt væri að túlka norska lagaákvæðið til samræmis við tilskipanimar þrjár.
Hlutverk löggjafans væri að lögtaka tilskipanirnar og einnig að leiðrétta það
sem ekki hafi verið gert réttilega í þeim efnum. Það væri ekki hlutverk dóm-
stólanna. Niðurstaða meirihlutans var sú að lagaákvæðið gengi framar tilskip-
ununum og var tryggingafélagið því sýknað.58 I sératkvæði fimm dómara í
Finangermálinu var tekið undir með meirihlutanum um að taka bæri ríkt tillit til
úrlausna EFTA-dómstólsins, en leyst úr misræmi milli EES-löggjafar og norsks
réttar með öðrum hætti, þ.e með því að veita EES-löggjöf forgang. Taldi minni-
hlutinn að með þeim skýringaraðferðum, sem meirihlutinn taldi ekki duga,
mætti skýra norska lagaákvæðið til samræmis við tilskipanimar, að því við-
bættu að löggjafinn hefði breytt lagaákvæðinu í samræmi við þau, hefði honum
ekki missýnst, og einnig því að til stæði að breyta lagaákvæðinu í samræmi við
ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins. I samræmi við þetta yrði að taka EES-réttinn
fram yfir norska lagaákvæðið og þannig yrði niðurstaðan ekki á því byggð.
Tryggingafélagið var því dæmt bótaskylt en bætur færðar niður.59
I seinna skiptið var það í Paranovamálinu svokallaða, sbr. dóm Hæstaréttar
Noregs frá 4. júní 2004, en þar segir m.a svo:
(67) Nár det gjclder det generelle sporsmál om hvilken vekt norske domstoler skal
legge pá EFTA-domstolens uttalelse, viser jeg til fprstvoterendes bemerkninger i Rt
2000 1811 pá side 1820. Etter min mening skal det meget til for at Hpyesterett skal
fravike det domstolen uttaler om forstáelsen av de E0S-rettslige bestemmelsene, og
ganske særlig pá et omráde som det foreliggende, hvor EU/E0S-retten er
spesialisert og utviklet. Jeg finner imidlertid grunn til á nevne at EFTA-domstolens
oppgave er á tolke E0S-retten, ikke á vurdere bevis og foreta konkret subsumsjon,
jf. for pvrig det domstolen selv uttaler i avsnitt 38, om at det er « den nasjonale
domstolens oppgave á vurdere og bedpmme bevis og klargjpre faktum, for sá á
anvende den relevante E0S-retten pá sakens faktum.
Hvað varðar afstöðu löggjafans er erfitt að draga mjög afdráttarlausar álykt-
anir sökum þess hve dæmin um framkvæmd íslenska löggjafans, sem vísað er
til að framan, eru fá. Þó má með nokkuð góðum rökum halda því fram að
löggjafinn hafi almennt séð haft hliðsjón af dómum EFTA-dómstólsins. þegar
58 Sjá nánari umfjöllun um dóm Hæstaréttar Noregs hjá Friðgeiri Björnssyni: „Um réttarheimildir
og norskan dóm“. Tímarit lögfræðinga. 1. hefti 51. árg. 2001, bls. 1-4.
59 Friðgeir B jörnsson, áður tilvitnað rit, bls. 3.
414