Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 67
bandalagsins utan samninga. Það leiddi einnig af bókun 35 við EES-samn-
inginn að hann fæli ekki í sér framsal löggjafarvalds til stofnana EES og að
markmiðinu um einsleitni yrði því að ná með því að beita leiðum sem viður-
kenndar væru að landsrétti.
5.1.6 Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins
Framkvæmdastjóm Evrópubandalagsins var sammála ríkisstjórnunum um
að meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkisins væri ekki hluti af EES-rétti.
Framkvæmdastjómin hélt því fram að samkvæmt Evrópudómstólnum væri
þessi meginregla byggð á eftirtöldum heimildum:
• Hugtakið „sérstakt réttarkerfi“ bandalagsins, sem hefur margvísleg áhrif á
réttarkerfi aðildarríkjanna, hefur forgang gagnvart þeim og mælir fyrir um
réttindi og skyldur aðildarríkja, stofnana og einstaklinga.
• Þar sem réttarkerfi bandalagsins hefur víðtæk áhrif á réttarkerfi aðildar-
ríkjanna og þar sem viðurkennt er að einstaklingar geti byggt réttindi sín
beint á réttarkerfi bandalagsins verða dómstólar aðildarríkjanna að taka
þátt í að framfylgja löggjöf bandalagsins og vemda réttindi einstaklinga.
• 10. gr. Rs. (áður 5. gr.).
Framkvæmdastjómin taldi að 6. gr. EES-samningsins leysti ekki það
álitaefni sem til úrlausnar var þar sem Francovich-dómurinn lyti að því hvemig
einstaklingar gætu knúið á um að löggjöf bandalagsins sé framfylgt og byggði
m.a. á grundvallaratriðum bandalagsréttar sem líkja mætti við stjórnarskrár-
bundnar meginreglur sem dómstóllinn hefði mótað. Francovich-dómurinn væri
ekki um beitingu og framkvæmd EES-reglna sem væm efnislega samhljóða
samsvarandi reglum bandalagsréttar. Að mati framkvæmdastjómarinnar væri
ekki hægt að flytja meginreglur, eins og þá sem lýst var, yfir í EES-samninginn
án umhugsunar. Um væri að ræða ólíkar stofnanir sem byggðust á ólíkum
samningum, og þetta fæli í sér að jafnvel samhljóða ákvæði samninganna gætu
sætt mismunandi túlkun sem tæki mið af samhengi ákvæðisins, markmiðum og
úlgangi samninganna, samanber Polydor-dóm Evrópudómstólsins.77
Framkvæmdastjómin taldi að lesa mætti úr fjórðu, áttundi og fimmtándu
forsendu aðfararorða EES-samningsins vilja til að líkja eftir uppbyggingu og
stofnunum Evrópubandalagsins. Hins vegar sýndi samningurinn sjálfur,
sérstaklega 7. gr. og bókun 35 við samninginn, að það hafi ekki verið ætlun
EFTA-ríkjanna að skapa annað Evrópubandalag þegar EES-samningurinn varð
gerður. Hvað þetta varðaði vísaði framkvæmdastjómin til álits Evrópudóm-
stólsins nr. H91. Það hafi ekki verið vilji þeirra að koma á fót æðra lagakerfi
sem gegnsýrði réttarkerfi þeirra og mælti fyrir um réttindi og skyldur borgar-
77 Mál nr. C-270/80 Polydor, 1982, ECR 329.
361