Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 54
• Um nægilega alvarlega vanrækslu á skuldbindingum ríkisins verður að
vera að ræða, og
• Bein orsakatengsl verða að vera á milli vanrækslu ríkis á skuldbindingum
sínum og þess tjóns sem tjónþoli verður fyrir.
Annað skilyrðið í Francovich-málinu, um að réttindi sem kveðið er á um í
tilskipuninni yrðu að vera nægilega skilgreind, var ekki sett fram í þessu máli
þar sem viðeigandi greinar sáttmálans hafa bein réttaráhrif og uppfylltu því
augljóslega það skilyrði. Þriðja skilyrðið urn orsakatengsl var einnig sett fram í
Francovich-málinu, en í þessu máli tók dómstóllinn fram að bein orsakatengsl
yrðu að vera milli vanrækslu ríkisins á skuldbindingum sínum og tjóns tjón-
þola. Skilyrðið um að vanræksla ríkisins á skuldbindingum sínum þurfi að vera
nægilega alvarleg var hins vegar ekki sett í Francovich-málinu. Bætti dóm-
stóllinn því við að besta leiðin til að ákvarða hvort aðildarríki hefði vanrækt
skuldbindingar sínar með nægilega alvarlegum hætti væri hvort viðkomandi
aðildarríki hefði með bersýnilegum og alvarlegum hætti litið fram hjá þeim
takmörkunum sem eru á svigrúmi ríkisins til mats við ákvarðanatöku. Við mat
á því yrði að hafa eftirtalin atriði í huga: a) hversu skýrt og nákvæmt viðkom-
andi ákvæði bandalagslöggjafar er, b) hversu mikið svigrúm til mats ákvæðið
eftirlætur innlendum stjómvöldum, c) hvort brot er vísvitandi eða óviljandi, d)
hvort lögvilla er afsakanleg eða ekki, og e) hvort afstaða einhverrar stofnunar
bandalagsins geri það að verkum að aðildarríki vanrækir skyldur sínar sam-
kvæmt bandalagslöggjöf. Dómstóllinn tók það einnig skýrt fram að vanræksla
á skuldbindingum samkvæmt bandalagslöggjöf væri augljóslega nægilega
alvarleg ef hún héldi áfram þrátt fyrir dóm Evrópudómstólsins eða ótvíræða
dómvenju. Dómstóllinn lagði áherslu á að skilyrðið um „nægilega alvarlega
vanrækslu á skuldbindingum1' ætti aðeins við ef brot væri á sviði löggjafar þar
sem aðildarríki hefði sambærilegt svigrúm til ákvarðanatöku og stofnanir
bandalagsins hefðu. Þrátt fyrir það hefur Evrópudómstóllinn í síðari dómum
tekið mið af þeim skilyrðum sem sett voru fram í Brasserie du Pécheur og
Factortame-málunum, þar á meðal skilyrðinu um „nægilega alvarlega van-
rækslu á skuldbindingum".
3.3.2 Mál British Telecommunications
í British Telecommunications-málinu frá 199645 voru atvik með þeim hætti
að aðildarrrki hafði ekki lagað löggjöf sína með fullnægjandi hætti að banda-
lagslöggjöf. Sú tilskipun sem um ræddi veitti ríkinu ekkert svigrúm til mats á
því með hvaða hætti tilskipunin yrði innleidd, heldur lagði nákvæmar skyldur á
aðildarríkin.46 Með vísan til Brasserie du Pécheur og Factortame-málanna
beitti Evrópudómstóllinn skilyrðinu um „nægilega alvarlega vanrækslu'' og
45 Mál nr. C-392/93 Brítish Telecommunications.
46 1. mgr. 8. gr. tilskipunar ráðsins 90/531/EEC um reglur um innkaup stofnana sem sinna
vatnsveitu, orkuveitu, flutningum og fjarskiptum.
348