Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 54

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 54
• Um nægilega alvarlega vanrækslu á skuldbindingum ríkisins verður að vera að ræða, og • Bein orsakatengsl verða að vera á milli vanrækslu ríkis á skuldbindingum sínum og þess tjóns sem tjónþoli verður fyrir. Annað skilyrðið í Francovich-málinu, um að réttindi sem kveðið er á um í tilskipuninni yrðu að vera nægilega skilgreind, var ekki sett fram í þessu máli þar sem viðeigandi greinar sáttmálans hafa bein réttaráhrif og uppfylltu því augljóslega það skilyrði. Þriðja skilyrðið urn orsakatengsl var einnig sett fram í Francovich-málinu, en í þessu máli tók dómstóllinn fram að bein orsakatengsl yrðu að vera milli vanrækslu ríkisins á skuldbindingum sínum og tjóns tjón- þola. Skilyrðið um að vanræksla ríkisins á skuldbindingum sínum þurfi að vera nægilega alvarleg var hins vegar ekki sett í Francovich-málinu. Bætti dóm- stóllinn því við að besta leiðin til að ákvarða hvort aðildarríki hefði vanrækt skuldbindingar sínar með nægilega alvarlegum hætti væri hvort viðkomandi aðildarríki hefði með bersýnilegum og alvarlegum hætti litið fram hjá þeim takmörkunum sem eru á svigrúmi ríkisins til mats við ákvarðanatöku. Við mat á því yrði að hafa eftirtalin atriði í huga: a) hversu skýrt og nákvæmt viðkom- andi ákvæði bandalagslöggjafar er, b) hversu mikið svigrúm til mats ákvæðið eftirlætur innlendum stjómvöldum, c) hvort brot er vísvitandi eða óviljandi, d) hvort lögvilla er afsakanleg eða ekki, og e) hvort afstaða einhverrar stofnunar bandalagsins geri það að verkum að aðildarríki vanrækir skyldur sínar sam- kvæmt bandalagslöggjöf. Dómstóllinn tók það einnig skýrt fram að vanræksla á skuldbindingum samkvæmt bandalagslöggjöf væri augljóslega nægilega alvarleg ef hún héldi áfram þrátt fyrir dóm Evrópudómstólsins eða ótvíræða dómvenju. Dómstóllinn lagði áherslu á að skilyrðið um „nægilega alvarlega vanrækslu á skuldbindingum1' ætti aðeins við ef brot væri á sviði löggjafar þar sem aðildarríki hefði sambærilegt svigrúm til ákvarðanatöku og stofnanir bandalagsins hefðu. Þrátt fyrir það hefur Evrópudómstóllinn í síðari dómum tekið mið af þeim skilyrðum sem sett voru fram í Brasserie du Pécheur og Factortame-málunum, þar á meðal skilyrðinu um „nægilega alvarlega van- rækslu á skuldbindingum". 3.3.2 Mál British Telecommunications í British Telecommunications-málinu frá 199645 voru atvik með þeim hætti að aðildarrrki hafði ekki lagað löggjöf sína með fullnægjandi hætti að banda- lagslöggjöf. Sú tilskipun sem um ræddi veitti ríkinu ekkert svigrúm til mats á því með hvaða hætti tilskipunin yrði innleidd, heldur lagði nákvæmar skyldur á aðildarríkin.46 Með vísan til Brasserie du Pécheur og Factortame-málanna beitti Evrópudómstóllinn skilyrðinu um „nægilega alvarlega vanrækslu'' og 45 Mál nr. C-392/93 Brítish Telecommunications. 46 1. mgr. 8. gr. tilskipunar ráðsins 90/531/EEC um reglur um innkaup stofnana sem sinna vatnsveitu, orkuveitu, flutningum og fjarskiptum. 348
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.