Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 117
einkasölur, sem hafa einkaleyfi til innflutnings á tilteknum framleiðsluvörum til
landsins, mismuni bæði útflytjendum í öðrum aðildarríkjum og neytendum í
viðkomandi aðildamki og gangi þar með gegn 16. gr. EES-samningsins.
Þessi dómur EFTA-dómstólsins var kveðinn upp 16. desember 1994. Aðeins
örfáum dögum áður hafði ríkisstjóm íslands lagt fyrir Alþingi, í annað sinn það
ár, lagafrumvarp þess efnis að afnema bæri einkarétt ríkisins til innflutnings og
heildsölu á áfengi á íslandi. Frumvarpið var lagt fram áður en EFTA-dóm-
stóllinn kvað upp dóminn, og því er erfitt að halda því fram að dómurinn hafi
haft bein áhrif á löggjöfina sem samþykkt var á Islandi. Þó er vert að nefna að
í umræðum um frumvarpið á Alþingi, sem fóru fram eftir að dómurinn var
kveðinn upp, vísaði fjármálaráðherra til dómsins til að leggja áherslu á mikil-
vægi þess að löggjöfin yrði samþykkt á Alþingi eins fljótt og auðið yrði.51
í greinargerð með frumvarpi að útvarpslögum,52 sem lagt var fram á Alþingi
árið 1999, var vísað til niðurstöðu EFTA-dómstólsins í málinu TV100053 til að
útskýra megininntak þess ákvæðis sem heimilaði íslenskum yfirvöldum að
stöðva, tímabundið og undir vissum kringumstæðum, sjónvarpsútsendingar frá
EES-ríkjum. f frumvarpinu kemur fram að í máli TV1000 hafi EFTA-dómstóll-
inn m.a. komist að þeirri niðurstöðu að við mat á því hvort tímabundin stöðvun
sjónvarpsútsendinga samræmdist tiltekinni tilskipun skuli siðferðileg viðhorf
innan viðtökuríkisins vera ráðandi en ekki þær siðferðishugmyndir sem ríkjandi
eru í útsendingarríkinu. í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi til út-
varpslaga segir m.a svo:
Með greininni [5. gr.] er lagt til að í lög verði tekin upp regla um heimild íslenskra
yfirvalda til þess að stöðva tímabundið sjónvarpssendingar frá öðmm EES-ríkjum
að uppfylltum nánar tilteknum skilyrðum ... í greininni eru nánari fyrirmæli um
hvemig að skuli farið ef íslenska ríkið hyggst beita heimild greinarinnar til þess að
stöðva útsendingu hér á landi á efni frá sjónvarpsstöð í öðru EES-ríki. Verður að fara
nákvæmlega eftir fyrirmælum greinarinnar, og styðjast þau einnig við fyrmefnda 2.
mgr. 2. gr. a í sjónvarpstilskipuninni.
Samkvæmt túlkun EFTA-dómstólsins á þessum ákvæðum sjónvarpstilskipunarinnar
eru það hin siðferðilegu viðhorf innan viðtökuríkisins sem skulu vera ráðandi í því
siðferðilega mati er hér reynir á, en ekki þær siðferðishugmyndir sem ríkjandi eru í
útsendingarríkinu, og ekki em talin vera fyrir hendi nein sameiginleg siðferðis-
viðhorf í þessum efnum á EES-svæðinu öllu. Má í þessu efni vísa til ráðgefandi álits
EFTA-dómstólsins frá 12. júní 1998 í máli E-8/97: 7Y 1000 Sverige AB gegn
ríkisstjórn Noregs. Álitið byggðist að vísu á túlkun 22. gr. sjónvarpstilskipunarinnar
fyrir breytinguna með tilskipun 97/36/EB, en það skiptir ekki máli í þessu sambandi.
Mannréttindadómstóll Evrópu og Evrópudómstóllinn hafa einnig talið að hvert ríki
haft mjög rúm valdmörk til ákvarðana þegar um siðferðileg álitaefni er að tefla.
51 Alþt. 1994-1995, 118. löggjafarþing, þskj. 298, 255. mál, bls. 2446-2485.
52 Alþt. 1999-2000, 125. löggjafarþing, þskj. 241, 207. mál.
53 Mál E-8/97 7V1000 Sveríge AB gegn Tlie Norwegian Government. Skýrsla EFTA-
dómstólsins 1998, bls. 70.
411