Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 82
2.6 Mál E-l/03 Eftirlitsstofnun EFTA gegn íslandi
2.7 Mál E-2/03 Ákæruvaldið gegn Ásgeiri Loga Ásgeirssyni o.fl.
2.8 Önnur mál
3. MÁL SEM EKKI VARÐA ÍSLAND BEINT
1.1 Mál E-l/99 Veronika Finanger
1.2 Önnur mál
4. NIÐURSTÖÐUR
1. INNGANGUR
1.1 Viðfangsefnið - efnisskipan
Eitt af meginmarkmiðum EES-samningsins er að mynda öflugt og einsleitt
Evrópskt efnahagssvæði. Hugtakið „einsleitni“ kemur fyrst fram í aðfararorð-
um samningsins og er síðan endurtekið í meginmáli hans. I 4. mgr. aðfararorða
EES-samningsins segir að samningsaðilar hafi í huga það markmið að mynda
öflugt og einsleitt Evrópskt efnahagssvæði er grundvallist á sameiginlegum
reglum og sömu samkeppnisskilyrðum, tryggri framkvæmd, meðal annars fyrir
dómstólum, og jafnrétti, gagnkvæmni og heildarjafnvægi hagsbóta, réttinda og
skyldna samningsaðila. í 1. gr. EES-samningsins segir að markmið þess sam-
starfssamnings sé að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnhags-
tengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með
það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem eftirleiðis
verði í samningnum nefnt EES. Af öðrum ákvæðum EES-samningsins þar sem
hugtakið einsleitni kemur fyrir má benda á 58. gr., 102. gr. og 1. þátt þriðja kafla
VII. hluta samningsins sem ber yfirskriftina „Einsleitni, tilhögun eftirlits og
lausn deilumála".1
Á sama tíma og samningurinn viðurkennir sjálfsákvörðunarvald samnings-
aðila og sjálfstæði dómstóla þeirra er þar jafnframt viðurkennt að tryggja beri
samræmda beitingu og túlkun EES-samningsins. Markmiðið um samræmda
túlkun og beitingu er sett fram bæði í aðfararorðum og meginmáli EES-samn-
ingsins svo og í samningnum milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar
og dómstóls (hér eftir ESD-samningurinn). I 15. mgr. aðfararorða EES-samn-
ingsins segir m.a. að samningsaðilar stefni að því, með fullri virðingu fyrir
sjálfstæði dómstólanna, að ná fram samræmdri túlkun og beitingu samningsins
og þeirra ákvæða í löggjöf bandalagsins sem tekin séu efnislega upp í samn-
inginn, svo og að koma sér saman um jafnræði gagnvart einstaklingum og
aðilum í atvinnurekstri að því er varðar fjórþætta frelsið og samkeppnisskilyrði.
Sjá einnig 6. og 105.-107. gr. EES-samningsins. Einnig skal í þessu sambandi
1 f 4. mgr. aðfararorða EES-samningsins í enskri útgáfu segir: „CONSIDERING the objective of
establishing a dynamic and homogenous European Economic Area, based upon common rules and
equal conditions of competition ...“, og í 4. mgr. aðfararorða norska textans segir: „SOM TAR I
BETRAKTNING at formálet er á opprette et dynamisk og ensartet Europeisk Okonomisk
Samarbeidsomráde som er grunnlagt pá felles regler og like konkurrancevilkár ...“.
376
i