Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 48
í samningsbrotamáli frá árinu 1973, Framkvœmdastjórnin gegn ítalíuj4
virðist dómstóllinn hafa gefið í skyn að dómar í samningsbrotamálum sem
framkvæmdastjómin höfðar gegn aðildarríkjunum geti verið grundvöllur skaða-
bótaskyldu með því að segja:
... a judgment by the Court under Articles 169 (nú 226) and 171 (nú 228) of the
Treaty may be of substantive interest as establishing the basis of a responsibility that
a Member State can incur as a result of its default, as regards other Member States,
the Community or private parties.15
Þessi fullyrðing var sett fram í umfjöllun dómsins um athugasemdir ítalska
ríkisins og ber að skoða hana í því samhengi. Hún er ekki sett fram í tengslum
við niðurstöður dómsins um vanefndir á skyldum samkvænrt samningnum.
Hana verður að skoða í ljósi þess að þegar hún var sett fram og þar til 2. mgr.
228. gr. var bætt við Rs. með Maastrichsamningnum, var ekkert ákvæði í sátt-
málanum sem kvað á um bein úrræði ef aðildarríki gerðist brotlegt gagnvart
bandalagslöggjöf. I 171. gr. kenrur einungis fram að „... it will be for the State,
as regards the injured party, to take the consequences upon itself in the context
of the provisions of national law“. Ríkin skulu gera viðeigandi ráðstafanir til
þess að framfylgja dómum Evrópudómstólsins. Fullyrðing sú sem fyrst er
vitnað til er áhugaverð, þótt hún hafi aðeins verið hugleiðing, þar senr með
henni er gefið í skyn að aðildarríki geti verið skaðabótaskylt, ekki aðeins gagn-
vart einstaklingum og lögaðilum heldur einnig öðrum aðildarríkjum og banda-
laginu sjálfu. Efnissvið reglunnar er því stækkað til muna.
Næsta skref í þá átt að viðurkenna tilvist meginreglunnar um skaða-
bótaábyrgð ríkis var tekið árið 1976 í forúrskurði Evrópudómstólsins í Russo-
málinu,16 I því máli var fjallað um kröfu einstaklings um skaðabætur frá ríkis-
reknu markaðsfyrirtæki í landbúnaði þar sem talið var að ítalska ríkið hefði
brotið gegn ákvæðum bandalagslöggjafar. Einni af spumingum dónrstóls aðildar-
ríkisins var ætlað að skera úr um hvort til væri meginregla um skaðabótaábyrgð
ríkis í bandalagsrétti. I rökstuðningi Evrópudómstólsins sagði:
If such damage has been caused through an infringement of Community law the
State is liable to the injured party ... in the context of the provision of national law
on the liability of the State.17
í niðurstöðum dómsins er framsetningin ekki eins skýr en þar segir: „... it
will be for the State, as regards the injured party, to take the consequences upon
itself in the context of the provisions of national law...“.18 Svo virðist sem
dómstóllinn hallist að því að meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkis sé hluti
14 Mál nr. C-39/72 Framkvœmdastjórnin gegn Italíu.
15 11. málsgrein.
16 Mál nr. C-60/75 Russo.
17 Mál nr. C-60/75 Russo, 9. málsgrein.
18 Mál nr. C-60/75, málsgrein c í niðurstöðukaflanum.
342