Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 57
ríkjanna sem ítrekaðar voru af Evrópudómstólnum í Simmenthal-málinu,51 að beita ekki að eigin frumkvæði reglum landsréttar sem viðkomandi dómstóll telur vera í andstöðu við löggjöf bandalagsins.58 5. MEGINREGLAN UM SKAÐABÓTAÁBYRGÐ RÍKIS í EES-RÉTTI EES-samningurinn var undirritaður í Oportó 2. maí 1992. Viðræðum um samninginn var lokið og efni hans var samþykkt þann 14. apríl 1992. í 6. gr. samningsins er kveðið á um að við framkvæmd og beitingu samningsins beri að túlka ákvæði hans í samræmi við úrskurði Evrópudómstólanna sem máli skipta og kveðnir voru upp fyrir undirritunardag samningsins, þó að því tilskildu að þau séu efnislega samhljóða samsvarandi reglum bandalagsréttar. Inntak 6. gr. EES- samningsins er endurtekið í 1. mgr. 3. gr. samningsins milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls sem einnig var undirritaður 2. maí. í 2. mgr. 3. gr. segir enn fremur að Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstóllinn skuli að sömu skilyrðunr uppfylltum taka tilhlýðilegt tillit til meginreglna sem mælt er fyrir um í úrskurðum sem kveðnir eru upp eftir undirritunardag. Evrópudómstóllinn kvað upp dóm í Francovich-málinu þann 19. nóvember 1991. í aðdraganda þess að EES-samningurinn var samþykktur vakti álitaefnið um skaðabótaábyrgð ríkis gagnvart einstaklingum vegna vanrækslu á skuld- bindingum EES-samningsins augljóslega ekki mikla athygli þeirra sem að gerð samningsins stóðu. Norska ríkisstjómin minntist ekki á álitaefnið í greinargerð til Stórþingsins þann 15. maí 1992 þar sem óskað var eftir samþykki til lög- festingar EES-samningsins og samningsins um eftirlitsstofnun og dómstól (St.prp. nr. 100 OG 101 (1992-1993). Stuttlega var minnst á Francovich-málið í greinargerð sem dagsett var viku síðar og fjallaði um innleiðingu tilskipunar um frelsi til að veita þjónustu í flutningum á sjó. í umfjöllun um tilskipun um ábyrgðartryggingu launa í kjölfar gjaldþrots vinnuveitanda var skaðabóta- ábyrgð ríkis tengd beinum réttaráhrifum og þar af leiðandi talin falla utan EES- réttar (Ot. Prp. Nr. 62 (1992-92)). Svo virðist sem álitaefnið hafi áfram fengið litla athygli í Noregi. Greinargerð ríkisstjómarinnar um aðild að Evrópu- sambandinu, dagsett þann 3. júní 1994, fjallar um heimild Evrópudómstólsins til þess að taka til meðferðar skaðabótakröfur sem beindust að stofnunum banda- lagsins samkvæmt 288. gr. Rs. (áður 215. gr.), en ekki var minnst á það fordæmi sem skapast hafði í Francovich-málinu (St. Meld nr. 40 (1993-1994)). Ekkert ákvæði EES-samningsins samsvarar 288. gr. Rs. (áður 215. gr.) um skaðabótaskyldu bandalagsins innan og utan samninga. En svipað ákvæði kemur fram í 46. gr. samningsins um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls sem 57 Mál nr. C-106/77 Simmenthal, 16. málsgrein. 58 Sjá einnig mál C-118/00 Larsy. 351
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.