Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 125
afleiddum réttarreglum sem gilda á ákveðnu sviði, s.s. frjálsar sjónvarpsútsend-
ingar, án þess að reynt hafi á 36. gr. EES-samningsins sérstaklega.8 Má því
segja að inntak 36. gr. EES-samningsins hafi í fyrsta skipti komið til skoðunar
hjá EFTA-dómstólnum í þessu máli. I málatilbúnaði Islands komu m.a. fram
rök þess efnis að fjárhæð flugvallagjaldsins hefði engin áhrif á EES vegna
sérstöðu hins innlenda flugþjónustumarkaðar, svo sem vegna smæðar hans,
legu landsins og ólíks þjónustustigs í innanlandsflugi og millilandaflugi. I
reifun dómsins verður einkum lögð áhersla á með hvaða hætti EFTA-
dómstóllinn tók á sjónarmiðum um sérstöðu Islands og verður nálgun EFTA-
dómstólsins borin saman við fordæmi EB-dómstólsins.
I málinu nr. E-2/03 Akœruvaldið gegn Asgeiri Loga Asgeirssyni o.fl. óskaði
Héraðsdómur Reykjaness eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á
bókun 4 um upprunareglur (hér eftir bókun 4 EES) og bókun 9 um viðskipti
með fisk og aðrar sjávarafurðir (hér eftir bókun 9 EES) og bókunum 3 og 6 við
samninginn milli Efnahagsbandalags Evrópu og Lýðveldisins Islands sem
gerður var árið 1972 (hér eftir fríverslunarsamningurinn). I málinu komu fram
áhugaverð álitaefni um valdsvið EFTA-dómstólsins. Lutu þau annars vegar að
valdbæmi hans til að túlka fríverslunarsamninginn og hins vegar að valdbæmi
hans til að túlka bókun 9 EES. I greininni er leitast við að varpa frekara ljósi á
þessi álitaefni. I því sambandi er rifjaður upp sá ágreiningur sem stóð um vald-
heimildir ESA á sviði bókunar 9 EES í málinu nr. E-2/94 Scottish Salmon9 og
eru sjónarmið fræðimanna um þetta efni reifuð. Að lokum er leitast við að draga
fram hvaða leiðbeiningu er að finna í dóminum um mörk bókunar 9 EES og
fríverslunarsamningsins.
2. MÁL NR. E-l/03 EFTIRLITSSTOFNUN EFTA GEGN ÍSLANDI
2.1 Málsatvik og kröfur aðila
Upphaf málsins má rekja aftur til ársins 1998. Á þeim tíma sendi fram-
kvæmdastjómin bréf til ESA þar sem vakin var athygli á að samkvæmt íslensk-
um lögum væri lagt á lægra flugvallagjald vegna innanlandsflugs en vegna
flugs milli EES-ríkja. I bréfinu kom fram að framkvæmdastjómin hefði hafið
formlega málsmeðferð gegn ríkjum Evrópubandalagsins þar sem sambærilegar
reglur giltu vegna jress að þær brytu gegn reglum bandalagsins um frjálsa
þjónustustarfsemi. í kjölfarið sendi ESA samgönguráðuneytinu fyrirspurn um
íslenska löggjöf á þessu sviði. í svarbréfi sínu vísaði samgönguráðuneytið til
laga nr. 31/1987 um flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála (hér eftir flug-
málalög). í 1. mgr. 5. gr. laganna sagði:
8 Sjá t.d. sameinuð mál nr. E-8/94 og E-9/94 Forbrukerombuded gegn Mattel Scandinavia AIS og
Lego Norge A/S, 1994-1995, REC, 113 og mál nr. E-8/97 TV1000 Sverige AB gegn Noregi, 1998,
REC, 68.
9 Mál nr. E-2/94 Scottish Salmon Growers Association Limited gegn Eftirlitsstofnun EFTA, 1994-
1995, REC, 59.
419