Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 137

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 137
sérkennum þegar lagt er mat á það hvort gjald, sem tekur eingöngu mið af því hvort þjónusta er veitt á milli landa eða ekki, hindri þjónustu á EES. Það þýðir þó ekki að ekkert tillit sé tekið til slíkra aðstæðna við mat á því hvort brotið sé gegn EES-reglum. Nærtækt er að álykta að slíkar tilvikabundnar aðstæður komi fyrst og fremst til skoðunar við mat á því hvort hindrunin sé réttlætanleg. Þá verður að hafa í huga, enda þótt þeir hagsmunir sem ríki vísar til séu í mörgum tilvikum taldir lögmætir og geti þar með réttlætt ráðstafanir er hindra þjón- ustufrelsi, að gerðar eru kröfur til þess að ríki sýni fram á að þær ráðstafanir sem gripið er til séu til þess fallnar að vemda þessa hagsmuni og gangi ekki lengra en nauðsyn krefur í því sambandi. 3. MÁL NR. E-2/03 ÁKÆRUVALDIÐ GEGN ÁSGEIRI LOGA ÁSGEIRSSYNI O.FL. 3.1 Málsatvik Málið barst EFTA-dómstólnum frá Héraðsdómi Reykjaness sem óskaði eftir ráðgefandi áliti um fimm spumingar sem komu upp í refsimáli sem rekið var fyrir dóminum gegn þremur einstaklingum. Var þeim gefið að sök að hafa brotið gegn ákvæðum tollalaga og almennra hegningarlaga með því að hafa sammælst um að flytja út til fimm landa Evrópubandalagsins, á tímabilinu janúar 1998 til desember 1999, þorskafurðir með röngum upplýsingum til tollyfirvalda um uppruna afurðanna. Fiskurinn, sem veiddur var við strendur Alaska og Rússlands, var sagður vera af íslenskum uppruna og nutu afurðimar því tollfríðinda við innflutning til annarra EES-ríkja á grundvelli bókunar 9 EES. Tveir hinna ákærðu voru framkvæmdastjórar hjá fiskvinnslufyrirtæki sem keypti þorskinn frosinn og annaðist vinnslu hans. Þriðji sakborningurinn var framkvæmdastjóri hjá inn- og útflutningsfyrirtæki sem flutti afurðimar út. Við rekstur málsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness héldu ákærðu í málinu því m.a. fram að reglur sem giltu um uppruna þeirra vara sem málið snérist um væru svo óljósar að leiddi rétt túlkun þeirra til þess að um brot væri að tefla þá væri um afsakanlega lögvillu að ræða. Taldi Héraðsdómur Reykjaness nauð- synlegt til úrlausnar málsins að fá ráðgjöf hjá EFTA-dómstólnum um túlkun á bókun 9 EES til að geta ákvarðað hvort reglur EES-samningsins ættu við um uppruna varanna eða reglur fríverslunarsamnings EFTA og Efnahagsbandalags Evrópu (fríverslunarsamningurinn). Þá taldi héraðsdómstóllinn nauðsynlegt að fá álit EFTA-dómstólsins um túlkun á þeim reglum sem giltu um uppruna viðkomandi afurða. Hljóðuðu spumingar þær sem bomar vom undir EFTA- dómstólinn svo: 1. Tekur orðið „viðskiptakjör" í 7. gr. bókunar 9 við EES-samninginn, sbr. og 3. viðbæti við þá bókun, til upprunareglna þeirra sem er að finna í samningi milli Efnahagsbandalags Evrópu og Lýðveldisins Islands sem undirritaður var 22. júlí 1972, þannig að þær gangi framar upprunareglum þeim sem er að finna í bókun 4 við EES-samninginn? 431
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.