Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 97
2.2 Mál E-9/97 Erla María Sveinbjörnsdóttir23
Hæstiréttur kvað upp dóm í öðru máli sem varðaði áhrif ákvarðana EFTA-
dómstólsins á úrlausnir íslenskra dómstóla mánuði eftir dóminn í Fagtúns-
málinu. Þetta var í máli Erlu Maríu Sveinbjömsdóttur, en Hæstiréttur kvað upp
dóm sinn í því máli þann 16. desember 1999, sbr. H 1999 4916. Þetta mál er
sérlega athyglivert vegna þess að í því komu upp spurningar sem varða grund-
vallarreglur EES-löggjafar, þ.e. um skaðabótaábyrgð ríkisins vegna ólögmætrar
framkvæmdar á EES-löggjöf. Auk þessu þurftu innlendir dómstólar í þessu
máli einnig að glíma við álitaefni af stjómskipulegum toga.
Málsatvik vom þau að E var gjaldkeri hjá hlutafélaginu V sem úrskurðað
var gjaldþrota vorið 1995. Skiptastjóri þrotabúsins hafnaði launakröfu E sem
forgangskröfu í búið þar sem hún væri systir eins aðaleiganda V. Af þessum
sökum synjaði ábyrgðasjóður launa vegna gjaldþrota E um greiðslu úr sjóðnum
og vísaði til 1. mgr. 5. gr. laga nr. 53/1993 um ábyrgðarsjóð launa vegna gjald-
þrota, þar sem áskilið var að launakrafa væri viðurkennd sem forgangskrafa svo
að til ábyrgðar sjóðsins stofnaðist, en einnig til 6. gr. sömu laga. E höfðaði mál
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og krafðist skaðabóta úr hendi íslenska ríkisins
þar sem það hefði ekki réttilega lagað löggjöf landsins að tilskipun nr.
80/987/EBE um samræmingu á lögum aðildarrrkjanna um vemd til handa laun-
þegum verði vinnuveitandi gjaldþrota, eins og hún var tekin upp í 24. tl. XVIII.
viðauka við EES-samninginn.
Héraðsdómur ákvað að beina tveimur spumingum til EFTA-dómstólsins. I
fyrsta lagi var dómstóllinn beðinn um álit varðandi túlkun á tilskipun ráðsins nr.
80/987/EBE, eins og hún var tekin upp í EES-samninginn, en sú tilskipun lýtur
að réttindum starfsfólks vegna gjaldþrots vinnuveitenda. Spumingin varðaði
einkum það hvort „systkin“ féllu undir skilgreininguna „ættingjar í beinan
legg“ í tilskipuninni og væru þar með útilokuð frá greiðslum úr ábyrgðasjóði
launa. í öðru lagi var EFTA-dómstóllinn beðinn um álit varðandi skaðabóta-
ábyrgð ríkisins vegna rangrar innleiðingar á tilskipun, en sú spurning fól að
sjálfsögðu í sér töluvert víðtækari áhrif en sú fyrri. Spumingar héraðsdóms til
EFTA-dómstólsins voru:
1. Ber að skýra gerð þá, sem er að finna í 24. tl. í viðauka XVIII við Samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið (tilskipun ráðsins nr. 80/987/ EBE frá 20. október 1980,
eins og henni var breytt með tilskipun ráðsins 87/164/ EBE frá 2. mars 1987),
einkum 2. mgr. 1. gr. og 10. gr. hennar, á þann veg að samkvæmt henni megi með
landslögum útiloka launþega, vegna skyldleika við eiganda, sem á 40% í gjaldþrota
hlutafélagi, frá því að fá greid laun frá ábyrgðarsjóði launa á vegum ríkisins þegar
launþeginn á ógoldna launakröfu á hendur þrotabúinu? Um er að ræða skyldleika í
23 Mál E-9/97 Erla María Sveinbjörnsdóttir gegn íslenska ríkinu. Skýrsla EFTA-dómstólsins
1998, bls. 97. í dómasafni Hæstaréttar íslands er þetta mál nr. 236/1999 íslenska ríkið gegn Erlu
Maríu Sveinbjömsdóttur og gagnsök, H 1999 4916.
391