Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 36
dómstóllinn gerði í Kellogg’s-málinu. Athyglisvert er að Mischo aðallögsögu-
maður lagði til að Evrópudómstóllinn viðurkenndi varúðarregluna með sama
hætti og EFTA-dómstóllinn gerði í Kellogg''s-málinu, en lagði til að kröfum
framkvæmdastjómarinnar yrði hafnað á grundvelli raka um að ekki væri
skortur á næringarefnum. Evrópudómstóllinn ítrekaði mikilvægi varúðarregl-
unnar varðandi lög og reglur um matvæli í forúrskurði í Greenham og Abel-
málinu. I því máli var það Mischo, aðallögsögumaður málsins, sem vísaði til
EFTA-dómstólsins.87
5.3 Samvinna við Evrópudómstólinn, undirréttinn og dómstóla
aðildarríkja Evrópusambandsins varðandi túlkun EES-réttar
5.3.1 Almennar meginreglur og eðli EES-réttar
í Opel Austria-málinuss fjallaði undirréttur Evrópudómstólsins um hvort
reglugerð ráðsins, sem fól það í sér að tollaívilnanir voru lagðar niður með
4.9% tolli á ákveðna F-15 gírkassa sem framleiddir voru af General Motors í
Austurríki og upprunnir voru þar, bryti í bága við EES-samninginn. Undir-
rétturinn fjallaði um áhrif markmiðsins um einsleitni á túlkun EES-samningsins
og vísaði, að því er snerti túlkun 2. mgr. 3. gr. ESE-samningsins, til tveggja
dóma EFTA-dómstólsins, í Restamark-málinu og máli Scottish Salmon
Growers Association gegn Eftirlitsstofnun EFTAf9
5.3.2 Einsleitni
Dómur Evrópudómstólsins í Bellio Fratelli-málinu fjallaði meðal annars um
hvort tvær ákvarðanir ráðsins og framkvæmdastjómarinnar varðandi varúðar-
ráðstafanir vegna kúariðu væru andstæðar 13. gr. EES-samningsins.90 Evrópu-
dómstóllinn vísaði með almennum hætti til Kellogg’s-dóms EFTA-dómstólsins,
en komst að þeirri niðurstöðu að:
... both the Court and the EFTA-Court have recognised the need to ensure that the
rules of the EEA Agreement which are identical in substance to those of the Treaty
are interpreted unifornily.
í málinu vísaði Evrópudómstóllinn til Ospelts-málsins91 og dóms EFTA-
dómstólsins í máli Eftirlitsstofnunar EFTA gegn íslenska ríkinu en í því máli
vísaði EFTA-dómstóllinn til Ospelts-málsins.92 Þá ber að nefna að í Ospelt-
87 Álit frá 16. maí 2002, nr. C-95/01 Greenham and Abel, 44. málsgrein, 53 ff.
88 1997 ECR 11-39.
89 Mál nr. E-l/94. Skýrsla EFTA-dómstólsins 1994-1995, bls. 15 og E-2/94. Skýrsla EFTA-
dómstólsins 1994-1995, bls. 59.
90 Mál nr. C-286/02, dómur frá 1. apríl 2004.
91 Mál nr. C-452/01 Ospelt og Schlössle Weissenberg Familienstiftung, 2003 ECR-I-0000, 29.
málsgrein.
92 Mál nr. E-l/03 Eftirlitsstofnun EFTA gegn íslandi. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2003, bls. 143,
27. málsgrein.
330