Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 32
... the directive does not preclude a Member State from taking, pursuant to general
legislation on protection of consumers against misleading advertising, measures
against an advertiser in relation to television advertising broadcast from another
Member State, provided that those nteasures do not prevent the retransmission, as
such, in its territory of television broadcasts coming from that other Member State.68
Það má benda á að Jacobs, aðallögsögumaðurinn í málinu, lagði til að
Evrópudómstóllinn fylgdi niðurstöðum EFTA-dómstólsins í Mattel og Lego-
málinu en hann var ósammála mati EFTA-dómstólsins á tilskipun 84/450/EEC.
I máli R gegn menningar- og íþróttamálaráðherra þurfti Hæstiréttur
Bretlands að úrskurða um álitaefni varðandi útsendingar Danish Satellite TV
(DSTV) á klámi frá Danmörku til Bretlands. Tildrög málsins voru þau að bresk
stjórnvöld upplýstu framkvæmdastjómina (og DSTV) um að þau teldu útsend-
ingamar augljóslega og með alvarlegum hætti brjóta gegn 22. gr. tilskipunar
89/552 og bönnuðu útsendingarnar í kjölfarið. Þessar aðgerðir voru tilkynntar
framkvæmdastjóminni sem með ákvörðun sem var beint til breska ríkisins féllst
á að bannið fæli ekki í sér mismunun og gengi ekki lengra en nauðsynlegt væri
í þeim tilgangi að vernda ungmenni. Akvörðun þessi var tilkynnt DSTV. I
málinu vísaði Hæstiréttur Bretlands frá beiðni DSTV urn að ógilda ákvörðun
breskra yfirvalda og vísaði til niðurstöðu EFTA-dómstólsins í 7V 1000-málinu.
Dómstóllinn hafnaði einnig beiðni DSTV um að málinu yrði vísað til Evrópu-
dómstólsins á grundvelli 234. gr. Rs. þar sem dómur EFTA-dómstólsins væri
ótvíræður.69 Enn fremur neitaði Hæstiréttur DSTV um áfrýjunarleyfi til áfrýj-
unardómstóls. Frekari tilraunum til að ógilda ákvörðun framkvæmdastjómar-
innar var vísað frá af undirrétti Evrópudómstólsins. Undirrétturinn komst að
þeirri niðurstöðu að málið varðaði ekki DSTV beint í skilningi 4. mgr. 173. gr.
Rs. (nú 4. mgr. 230. gr. Rs.).70
5.2.2 Tilskipun um eigendaskipti að fyrirtækjum, atvinnurekstri eða
hluta atvinnurekstrar
í Siizen-máli Evrópudómstólsins frá 11. mars 199771 taldi dómstóllinn að
væri samningi við þjónustufyrirtæki sagt upp og annað fyrirtæki fengið til
starfans, þá væri ekki um eigendaskipti að ræða í skilningi tilskipunarinnar um
eigendaskipti að fyrirtækjum. Evrópudómstóllinn vísaði í því sambandi til
niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Ulstein og R0iseng-málinu. Breskur áfrýjunar-
dómstóll byggði niðurstöðu sína á úrskurði Evrópudómstólsins í Siizen-málinu
í máli ADl (UK) Ltd gegn Willer & Ors þar sem málsatvik voru þau að eitt
68 38. málsgrein.
69 R gegn Menningar- og íþróttamálaráðherra ex parte Danish Satellite TV og fl. 12. febrúar 1999
(CO/3153/98).
70 2000 ECR, 11-4039.
71 1997 ECR, 1-1259.
326