Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 32

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 32
... the directive does not preclude a Member State from taking, pursuant to general legislation on protection of consumers against misleading advertising, measures against an advertiser in relation to television advertising broadcast from another Member State, provided that those nteasures do not prevent the retransmission, as such, in its territory of television broadcasts coming from that other Member State.68 Það má benda á að Jacobs, aðallögsögumaðurinn í málinu, lagði til að Evrópudómstóllinn fylgdi niðurstöðum EFTA-dómstólsins í Mattel og Lego- málinu en hann var ósammála mati EFTA-dómstólsins á tilskipun 84/450/EEC. I máli R gegn menningar- og íþróttamálaráðherra þurfti Hæstiréttur Bretlands að úrskurða um álitaefni varðandi útsendingar Danish Satellite TV (DSTV) á klámi frá Danmörku til Bretlands. Tildrög málsins voru þau að bresk stjórnvöld upplýstu framkvæmdastjómina (og DSTV) um að þau teldu útsend- ingamar augljóslega og með alvarlegum hætti brjóta gegn 22. gr. tilskipunar 89/552 og bönnuðu útsendingarnar í kjölfarið. Þessar aðgerðir voru tilkynntar framkvæmdastjóminni sem með ákvörðun sem var beint til breska ríkisins féllst á að bannið fæli ekki í sér mismunun og gengi ekki lengra en nauðsynlegt væri í þeim tilgangi að vernda ungmenni. Akvörðun þessi var tilkynnt DSTV. I málinu vísaði Hæstiréttur Bretlands frá beiðni DSTV urn að ógilda ákvörðun breskra yfirvalda og vísaði til niðurstöðu EFTA-dómstólsins í 7V 1000-málinu. Dómstóllinn hafnaði einnig beiðni DSTV um að málinu yrði vísað til Evrópu- dómstólsins á grundvelli 234. gr. Rs. þar sem dómur EFTA-dómstólsins væri ótvíræður.69 Enn fremur neitaði Hæstiréttur DSTV um áfrýjunarleyfi til áfrýj- unardómstóls. Frekari tilraunum til að ógilda ákvörðun framkvæmdastjómar- innar var vísað frá af undirrétti Evrópudómstólsins. Undirrétturinn komst að þeirri niðurstöðu að málið varðaði ekki DSTV beint í skilningi 4. mgr. 173. gr. Rs. (nú 4. mgr. 230. gr. Rs.).70 5.2.2 Tilskipun um eigendaskipti að fyrirtækjum, atvinnurekstri eða hluta atvinnurekstrar í Siizen-máli Evrópudómstólsins frá 11. mars 199771 taldi dómstóllinn að væri samningi við þjónustufyrirtæki sagt upp og annað fyrirtæki fengið til starfans, þá væri ekki um eigendaskipti að ræða í skilningi tilskipunarinnar um eigendaskipti að fyrirtækjum. Evrópudómstóllinn vísaði í því sambandi til niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Ulstein og R0iseng-málinu. Breskur áfrýjunar- dómstóll byggði niðurstöðu sína á úrskurði Evrópudómstólsins í Siizen-málinu í máli ADl (UK) Ltd gegn Willer & Ors þar sem málsatvik voru þau að eitt 68 38. málsgrein. 69 R gegn Menningar- og íþróttamálaráðherra ex parte Danish Satellite TV og fl. 12. febrúar 1999 (CO/3153/98). 70 2000 ECR, 11-4039. 71 1997 ECR, 1-1259. 326
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.