Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 33
þjónustufyrirtæki tók við af öðru. Þá vísaði hann einnig óbeint til niðurstöðu
EFTA-dómstólsins í Ulstein og Rfiisen-málinu með því að vísa í málsgrein í
Siizen-málinu, þar sem Evrópudómstóllinn vísar orðrétt í dóm EFTA-dóm-
stólsins.72 Þá túlkaði Hæstiréttur Austurríkis hugtakið eigendaskipti með til-
vísun í dóm EFTA-dómstólsins í Ulstein og R0isen-málinu73 og svaraði þeirri
spumingu játandi hvort eigendaskiptareglurnar ættu einnig við ef starfsmaður
væri lærlingur.
Evrópudómstóllinn fylgdi einnig fordæmi EFTA-dómstólsins í Eidesund-
málinu og máli Ask gegn Aker og ABB í Oy Liikenne AB-málinu, þar sem
niðurstaðan var sú að tilskipunin gæti átti við þegar skipt væri um þjónustu-
fyrirtæki í kjölfar opinbers útboðs.74 Áfrýjunardómstóll Englands og Wales
komst að þeirri niðurstöðu í svonefndu Adams-máli75 að öll réttindi og skyldur
sem tengdust elli- og örorkulífeyri eða eftirlifendabótum væru undanþegin
ákvæðum tilskipunarinnar samkvæmt 3. mgr. 3. gr. hennar. Vísaði áfrýjunar-
dómstóllinn meðal annars til dóms EFTA-dómstólsins í Eidesund-málinu og
tók fram að dómurinn væri „pursuasive authority“ þótt hann væri ekki
bindandi. Áfrýjun til lávarðadeildarinnar var hafnað. Dómstóll á sviði vinnu-
réttar í Bretlandi (The Employment Appeal Tribunal) komst að sömu niður-
stöðu í svonefndu Frankling-máli og vísaði til úrskurðar EFTA-dómstólsins í
Eidesund-málinu.16
5.2.3 Samhliða innflutningur
I Silhouette-málinu komst Evrópudómstóllinn að þeirri niðurstöðu að
innlend löggjöf sem kveður á um alþjóðlega tæmingu vörumerkjaréttar bryti í
bága við 1. mgr. 7. gr. vörumerkjatilskipunarinnar.77 Úrskurðurinn var í grund-
vallaratriðum á þeim rökum reistur að önnur niðurstaða samræmdist ekki mark-
miðum innri markaðarins. í dómi Evrópudómstólsins var ekki vísað til niður-
stöðu EFTA-dómstólsins í Maglite-málinu en þar var komist að gagnstæðri
niðurstöðu. Jacobs, aðallögsögumaður málsins, vísaði þó til Maglite-málsins og
sagði að mismunandi niðurstaða byggðist á staðreyndum málanna (í Maglite
var um samhliða innflutning frá Bandaríkjunum að ræða, þ.e. frá ríki utan EES)
og lagagrundvellinum (ólíkt Rómarsáttmálanum, er EES-samningnum ekki
ætlað að komið á fót tollabandalagi heldur fríverslunarsvæði þar sem aðilar
samningsins hafa yfirráð yfir viðskiptum við ríki utan svæðisins). Jacobs sagði
enn fremur að honum þættu „extremely attractive“ röksemdir sænsku ríkis-
stjómarinnar um að tilgangur vörumerkjaréttar væri ekki að gera eigandanum
72 2001 EWCA Civ 971, 2001 IRLR 542.
73 9 IbA 193/98t, dómur frá 7. október 1998, DrdA 1998, 269 ff.
74 2001 ECR, 1-745.
75 Adams o.fl. gegn Lancashire County Council and BET Catering Services Ltd, 1997, ICR 834=
1997 IRLR 436.
76 Franiding o.fl. gegn BSP Puhlic Sector Ltd, 1999 IRLR 212.
77 Mál nr. C-355/96, 1998 ECR, 1-4799.
327