Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 115
af ökumanni undir áhrifum vímuefna, væri neitað um skaðabætur eða fengi
skertar bætur sem væru ekki í réttu hlutfalli við sök bótakrefjanda, myndi ganga
gegn ákvæðum tilskipananna.
Skömmu eftir að EFTA-dómstóllinn kvað upp dóm sinn í Finanger-málinu
var hafin málsókn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í ekki ósvipuðu máli.47 Málið
höfðaði einstaklingur sem var farþegi í bifreið og hlaut meiðsl í bílslysi sem
bílstjóri bifreiðarinnar var valdur að, en bílstjórinn var undir áhrifum áfengis
þegar slysið varð. Sóknaraðili krafðist bóta vegna líkamstjóns frá því trygg-
ingafélagi þar sem lögboðin ökutækjatrygging vegna tjóns þriðja aðila hafði
verið keypt. Tryggingafélagið hafnaði bótakröfunni, m.a. annars á grundvelli
dómvenju á íslandi varðandi áhættutöku sem felur það í sér, að viti farþegi
bifreiðar eða megi vita að bflstjóri bifreiðarinnar er undir áhrifum áfengis, á
hann ekki rétt á bótum vegna líkamstjóns sem hlýst af völdum ástands bfl-
stjórans. í málaferlunum vísaði sóknaraðili meðal annars til hinna þriggja til-
skipana ESB um vélknúin ökutæki svo og til Finanger-málsins máli sínu til
stuðnings.
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu, með tilvísun meðal
annars í úrlausn EFTA-dómstólsins í Finanger-málinu, að dómvenja varðandi
áhættutöku samræmdist ekki ökutækjatilskipununum þremur. Dómstóllinn vís-
aði aftur á móti til ákvæða umferðarlaga um eigin sök bótakrefjanda og komst
að þeirri niðurstöðu að bætur til sóknaraðila skyldu lækkaðar um helming.
Dómstóllinn komst síðan að þeirri niðurstöðu, án mikils rökstuðnings, að við-
komandi ákvæði umferðarlaga brytu ekki í bága við tilskipanimar.
Hæstiréttur fór í dómi sínum frá 25. október 200148 aðra leið í þessu máli og
vék til hliðar þeirri dómvenju sem skapast hefði á íslandi varðandi áhættutöku
með því að vísa til almennrar þróunar skaðabótaréttar á íslandi og annars staðar.
I forsendum Hæstaréttar kemur fram, með tilvísun í úrlausnir dómstóls Evrópu-
bandalaganna (þ.á m. Ferreira C-348/98), að ekki bæri að skilja þrjár tilskipanir
ESB, sem hér um ræðir, á þann veg að þær næðu til skaðabótareglna í aðildar-
ríkjunum. Tilskipanimar skuldbindi hins vegar aðildarríkin til að sjá til þess að
vátryggingarreglur vegna tjóns þriðja aðila séu í samræmi við tilskipanimar.
Niðurstaða Hæstaréttar hvað viðkemur Finanger-málinu var sú að töluverð-
ur munur væri á ákvæðum norskra og íslenskra umferðarlaga. Norsku ákvæðin
sem hér um ræddi varði skylduvátryggingar til hagsbóta fyrir tjónþola, en
íslensku umferðarlögin varði regluna um hlutlæga skaðabótaábyrgð bifreiða-
eiganda. Með hliðsjón af þessum greinarmun ákvað Hæstiréttur að reglan sem
47 Dómur Héraðsdóms Reykjavfloir frá 26. febrúar 2001 í máli Ragnheiðar Ömu Amarsdóttur
aðallega á hendur Guðbergi Ingólfi Amarsyni og Sjóvá-Almennum tryggingum hf., en til vara á
hendur Gunnsteini Má Þorsteinssyni og Sjóvá-Almennum tryggingum hf.
48 Mál nr. 129/2001 Guðbergur Ingólfur Amarson og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. gegn
Ragnheiði Ömu Amarsdóttur og Ragnheiður Ama Amarsdóttir gegn Guðbergi Ingólfi Amarsyni,
Gunnsteini Má Þorsteinssyni og Sjóvá-Almennum tryggingum hf.
409