Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 133
geta talist hindra frjálsa þjónustustarfsemi.33 Þá hafa báðir dómstólamir hafnað
beitingu minniháttarreglu í tengslum við frjálsa þjónustustarfsemi. Það virðist
því blasa við að erfitt er fyrir ríki að koma að sjónarmiðum um sérstakar
markaðsaðstæður, s.s. vegna fámennis eða legu lands, við mat á því hvort
ráðstafanir takmarki frjálsa þjónustustarfsemi á EES.
2.2.6 Réttlætingarsjónarmið
Enda þótt ráðstafanir verði taldar hindra frjálsa þjónustustarfsemi á EES
geta slíkar ráðstafanir engu að síður talist lögmætar á grundvelli reglu sem EB-
dómstóllinn hefur mótað um hlutlægar réttlætingarástæður.34 Þurfa fjögur
meginskilyrði að vera fyrir hendi svo reglunni verði beitt.35 I fyrsta lagi mega
ráðstafanir ekki fela í sér mismunun. í öðnt lagi þurfa þær að grundvallast á
almannahagsmunum („imperative requirements in the public interest“ eða
„overriding reason of general interest“). Hefur EB-dómstóllinn viðurkennt
margs konar hagsmuni í því sambandi, s.s. neytenda36, vemd launþega37 og
orðspor fjármálamarkaðar ríkis.38 Hins vegar hafa efnahagsleg markmið
almennt ekki verið viðurkennd.39 í þriðja lagi verða þær að vera til þess fallnar
að ná hinum settu markmiðum og í fjórða lagi mega þær ekki ganga lengra en
nauðsyn krefur í því sambandi (meðalhófsreglan).
í dómi EFTA-dómstólsins er fyrst athugað hvort réttlæta megi þann
greinarmun sem gerður er við gjaldtökuna á grandvelli röksemda Islands sem
lýst var í kafla 2.2.4 þess efnis að ekki sé unnt að bera saman þjónustu við
millilandaflug og innanlandsflug þar sem millilandaflug krefst bæði meiri og
33 V. Hatzopoulos: „Recent developments of the case law of the ECJ in the field of services".
Common Market Law Review, 37: 43-82, 2000, sjá einkum bls. 59-60 og bls. 73-74.
34 Almennt er litið svo á að EB-dómstóllinn hafi upphaflega mótað þessa reglu á þjónustusviðinu
í málinu nr. C-33/74 Van Binsbergen gegn Bestuur van de Bedrijfsvereniging voor de
Metaalnijverheid, 1974, ECR 1299. Regla þessi er sambærileg hinni svonefndu „rule of reason"
sem EB-dómstóllinn mótaði á sviði frjáls vöruflæðis í málinu nr. C-120/78 Rewe-Zentrale gegn
Bundesmonopolverwaltung fiir Branntwein (Cassis-málinu), 1979, ECR 649, sem á íslensku hefur
verið nefnd „skynsemisreglan", sbr. Stefán Már Stefánsson: Evrópusambandið og Evrópska
efnhagssvæðið. Bókaútgáfa Orators, 2000, bls. 393-395.
35 Sjá t.d. mál nr. C-55/94 Reinhard Gebhard gegn Consiglio dell'Ordine degli Avvocati e
Procuratori de Milano, 1995, ECR 1-4165, málsgrein 37.
36 Sjá t.d. dóm EB-dómstólsins í málinu nr. C-58/98 Josef Corsten, 2000, ECR 1-7919.
37 Sjá t.d. dóm EB-dómstólsins í málinu nr. C-79/01 Payroll Data Services o.fl. gegn ADP, GSl SA,
2002, ECR 1-8923.
38 Sjá t.d. dóm EB-dómstólsins í málinu nr. C-384/93 Alpine Investment BV gegn Minister van
Financien, sjá tilvísun í neðanmálsgrein 27. Hefur verið bent á að EB-dómstóllinn hafi í mörgum
tilvikum viðurkennt þá hagsmuni sem ríki vill vemda en beiti fremur meðalhófsreglunni til að
takmarka svigrúm ríkja til að hindra frjálsa þjónustustarfsemi, sbr. V. Hatzopoulos, sbr. neðan-
málsgrein 34, bls. 77-78.
39 Sjá t.d. dóm EB-dómstólsins í málinu nr. C-352/85 Bond van Adverteerders og fleiri gegn
Hollandi, 1988, ECR 2085, málsgrein 34. Sjá einnig dóm EFTA-dómstólsins í málinu nr. E-4/00
Dr. Johann Brandle, 2000-2001, REC, 123.
427