Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 14
ingsaðila og að þær séu eða verði teknar upp í landsrétt. Með bókun 35 við
EES-samninginn hafa samningsaðilar enn fremur komið sér saman um að
EFTA-ríkin innleiði, ef nauðsyn þykir, í landsrétt ákvæði sem kveði á um
forgang EES-reglna ef upp kemur mismunur milli réttarreglna EES-réttar og
landsréttar. 1 framhaldinu var eðlilegt að dómstólar í EFTA-ríkjunum óskuðu
eftir áliti EFTA-dómstólsins til að útskýra þýðingu þessara ákvæða. Héraðs-
dómur Reykjavíkur var sérstaklega virkur þátttakandi í þessari dómstólasam-
vinnu.
I Restamark-málinu,20 nr. E-l/94, taldi EFTA-dómstóllinn að í bókun 35
fælist að einstaklingar og aðilar í atvinnurekstri yrðu að hafa heimild til að leita
til dómstóla í heimalandi sínu til þess að bera fyrir sig og krefjast réttar sem
þeim er veittur samkvæmt ákvæðum EES-samningsins sem innleidd hafa verið
í landsrétt, að þeint skilyrðum uppfylltum að þau teljist óskilyrt og nægilega
skýr. Dómstóllinn sló því síðan föstu að dómstólar aðildarríkjanna hefðu rétt á
að óska eftir ráðgefandi áliti samkvæmt 34. gr. ESE-samningsins um þetta efni.
Var 16. gr. EES-samningsins talin efnislega samhljóða 1. mgr. 31. gr. Rs. Síðari
greinin hefur samkvæmt dómafordæmum Evrópudómstólsins verið talin óskil-
yrt og nægilega skýr. Með tilliti til markmiðs EES-samningsins um einsleitni,
og til að tryggja að allir einstaklingar á Evrópska efnahagssvæðinu fengju sömu
meðferð, túlkaði EFTA-dómstóllinn 16. gr. EES-samningsins með þeim hætti
að hún uppfyllti þau skilyrði að vera bæði óskilyrt og nægilega skýr. í máli
Harðar Einarssonar21 nr. E-l/01, komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niður-
stöðu að samkvæmt inngangi og orðalagi bókunar 35 tækju skuldbindingar
samkvæmt bókuninni aðeins til EES-reglna sem þegar hafa verið innleiddar í
landsrétt. Samkvæmt þessum dómi taka skuldbindingar skv. bókun 35 enn
frernur aðeins til þeirra ákvæða sem þannig eru úr garði gerð að einstaklingar
og aðilar í atvinnurekstri geti byggt á þeim fyrir dómstólum aðildarríkjanna.
Dómstóllinn taldi að slíkt væri fyrir hendi ef viðkomandi ákvæði væru óskilyrt
og nægilega skýr og að 14. gr. EES-samningsins, sem er samhljóða 90. gr. Rs„
yrði að teljast uppfylla þessi skilyrði. I máli Karls K. Karlssonar 21 nr. E-4/01,
lét EFTA-dómstóllinn í ljós að EES-réttur fæli ekki í sér framsal löggjafarvalds.
Á þeirri forsendu komst hann að þeirri niðurstöðu að EES-réttur gerði ekki
kröfu til þess að einstaklingar og aðilar í atvinnurekstri gætu byggt beinan rétt
fyrir dómstólum aðildarríkis á ákvæðum EES-réttar sem ekki höfðu verið
innleidd í landsrétt. Dómstóllinn taldi einnig að það leiddi af þeim almennu
markmiðum EES-samningsins, að koma á fót öflugum og einsleitum markaði
þar sem ítrekuð áhersla væri lögð á möguleika einstaklinga til að leita réttar síns
fyrir dómstólum og til að fá fullnægt réttindum sínum samkvæmt samningnum,
sem og af meginreglunni um virka framkvæmd þjóðaréttar, að dómstólar aðildar-
20 Skýrsla EFTA-dómstólsins 1994-1995, bls. 15.
21 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls. 1.
22 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls. 240.
308