Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 90
1.6 Samningsbrotamál - beiðnir um ráðgefandi álit
1.6.1 Almenn atriði
Ahrif úrlausna EFTA-dómstólsins velta að sjálfsögðu fyrst og fremst á eðli
hvers máls um sig. Af þeim tegundum mála sem áður voru talin og falla undir
lögsögu EFTA-dómstólsins eru það fyrst og fremst tvenns konar mál sem
komið hafa til kasta dómstólsins á tíu ára starfstíma hans, þ.e. samningsbrota-
mál og ráðgefandi álit. Verður næst vikið að þeim tveimur tegundum mála.
Þegar ESA höfðar samningsbrotamál gegn EFTA-ríki (31. gr. ESD) eða
þegar eitt EFTA-ríki höfðar mál gegn öðru EFTA-ríki (32. gr. ESD) skulu
hlutaðeigandi EFTA-ríki eins og áður segir gera allar nauðsynlegar ráðstafanir
til að framfylgja úrlausnum EFTA-dómstólsins. EFTA-dómstóllinn hefur enn
sem komið er aðeins dæmt í einu máli samkvæmt fyrmefndum ákvæðum sem
varðar Island, þ.e. í samningsbrotamáli samkvæmt 31. gr., en það mál höfðaði
ESA gegn ríkisstjóm Islands vegna ágreinings um lögmæti flugvallarskatts á
íslandi. Sjá dóm EFTA-dómstólsins frá 12. desember 2003 í málinu nr. E-l/03,
Eftirlitsstofnun EFTA gegn íslandi, Skýrsla EFTA-dómstólsins 2003, bls. 145.
Að öðru leyti hafa öll mál sem varðað hafa ísland verið höfðuð skv. 34. gr.
samningsins um stofnun ESA og dómstóls, þ.e.a.s. innlendur dómstóll hefur
leitað til EFTA-dómstólsins eftir ráðgefandi áliti um túlkun á EES-samn-
ingnum.
Innlendum dómstólum er í sjálfsvald sett hvort þeir leita eftir ráðgefandi
áliti og hafa dómar í slíkum málum ekki bindandi áhrif á úrlausnir þeirra. Sú
staðreynd að nær allir dómar EFTA-dómstólsins sem varða ísland hafa hingað
til ekki verið bindandi fyrir innlenda dómstóla þýðir ekki að framkvæmd þeirra
skipti minna máli en ella, heldur þvert á móti. Það fyrirkomulag sem felur í sér
ráðgefandi álit er sett fram með markmiðin um einsleitni og samræmda túlkun
og beitingu að leiðarljósi. Svo þessum markmiðum verði náð er afar mikilvægt
að dómar dómstólsins séu virtir, og eins og minnst var á í upphafi er ætlunin hér
að skoða hvernig þessurn málum hagar til á íslandi.
1.6.2 Samningsbrotamál
Um samningsbrotamál er fjallað í 31. gr. ESD-samningsins. Þar segir að telji
Eftirlitsstofnun EFTA að EFTA-rflci hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar
samkvæmt EES-samningnum eða ESD-samningnum skuli hún, nema kveðið sé
á um annað í ESD-samningnum, leggja fram rökstutt álit sitt um málið eftir að
hafa gefið viðkomandi n'ki tækifæri til að gera grein fyrir máli sínu. Ef viðkom-
andi ríki breytir ekki í samræmi við álitið innan þess frests sem Eftirlitsstofnun
EFTA setur, getur hún vísað málinu til EFTA-dómstólsins. Samkvæmt 33. gr.
ESD skulu hlutaðeigandi rflci gera nauðsynlegar ráðstafanir til að framfylgja
dómum EFTA-dómstólsins.18
18 Um þessa tegund mála sjá nánar Stefán Már Stefánsson, áður tilvitnað rit, bls. 1070-1071.
384