Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 100
Varðandi fyrrri spurninguna segir Hæstiréttur m.a. að tilskipunin, eins og
hún var tekin upp í EES-samninginn, heimili ekki að systkin stórra hluthafa séu
útilokuð frá því að þiggja greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa. Hann segir í
framhaldi af þessu að sú niðurstaða samræmist áliti EFTA-dómstólsins og að
hafa beri hliðsjón af ráðgefandi áliti hans við túlkun ákvæða EES-samningsins.
Þessi röksemdarfærsla er að mestu leyti sú sarna og í Fagtúnsmálinu.25
Hvað varðar síðari spuminguna vísaði Hæstiréttur til þeirrar niðurstöðu
EFTA-dómstólsins að samkvæmt grundvallarreglum EES-samningsins beri
aðilar hans skaðabótaábyrgð gagnvart einstaklingum á því tjóni sem hljótist af
ófullnægjandi lögfestingu tilskipunar, enda sé nánar tilgreindum skilyrðum
fullnægt. Við skýringu ákvæða EES-samningsins beri sem fyrr segir að hafa
hliðsjón af ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins „... komi ekkert fram sem leiða
eigi til þess að vikið verði frá því áliti“. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrár lýð-
veldisins Islands nr. 33/1944 sé það hins vegar í valdi íslenskra dómstóla að
skera úr um hvort bótaábyrgð aðaláfrýjanda njóti fullnægjandi lagastoðar að
íslenskum rétti.
Því næst segir Hæstiréttur að samkvæmt 4. mgr. aðfararorða EES-samnings-
ins, sbr. og 15. mgr. þeirra, sé það markmið hans að mynda einsleitt Evrópskt
efnahagssvæði sem grundvallist á sameiginlegum samræmdum reglum, sem
leitast eigi við að skýra af samkvæmni, svo sem nánar sé kveðið á um í 1. þætti
3. kafla VII. hluta hans, sbr. og bókun 35 um framkvæmd EES-reglna. I 3. gr.
samningsins sjálfs skuldbindi aðilar sig til að gera allar viðeigandi almennar
eða sérstakar ráðstafanir til að tryggja að staðið verði við þær skuldbindingar
sem af samningnum leiði. Islenska ríkið hafi þannig verið skuldbundið samn-
ingsaðilum sínum eftir 7. gr. EES-samningsins til þess að laga íslenskan rétt að
tilskipun nr. 80/987/EBE svo að efnislegt samræmi yrði á milli íslenskra réttar-
reglna og ákvæða tilskipunarinnar. Þessi aðlögun hafi átt að veita eintaklingum
réttindi að íslenskum rétti til ákveðinna greiðslna úr ábyrgðarsjóði við gjaldþrot
og samkvæmt áðursögðu skyldi vera tiltekið samræmi á milli þessara greiðslna
og sambærilegra réttinda annars staðar á hinu Evrópska efnahagssvæði. Skuld-
binding íslenska ríkisins hafi verið fólgin í því að veita einstaklingum ákveðin
25 í dómi Hæstaréttar segir um þetta atriði. að í 24. tl. XVIII. viðauka EES-samningsins sé svo fyrir
mælt að tilskipun nr. 80/987/EBE, eins og henni var breytt með tilskipun 87/164/EBE, skuli aðlaga
á þann hátt að Island megi undanþiggja ábyrgðarsjóð greiðslum á sama hátt og gert sé í 6. gr. laga
nr. 453/1993. Hins vegar hafi ekki verið tekið upp í viðaukann ákvæði sama efnis og upphafs-
ákvæði 5. gr. laganna sem geri greiðslur úr sjóðnum skilyrtar því að þær hafi verið viðurkenndar
sem forgangskröfur. Þessi ákvæði 24. tl. viðaukans heimiluðu því ekki að undanskilja gagnáfrýj-
anda frá rétti til greiðslu úr ábyrgðarsjóði vegna þess eins að hún tengdist þrotamanni um fyrsta lið
til hliðar. Sé sú skýring í samræmi við álit EFTA-dómstólsins, en við skýringu ákvæða EES-
samningsins beri að hafa hliðsjón af ráðgefandi áliti hans. Þá er fleiri atriða getið í dómi Hæstaréttar
og að lokum sagt að misræmið sem orðið hafi milli tilskipunarinnar og laganna sé verulegt að því
er snúi að gagnáfrýjanda. Verði það ekki skýrt til samræmis eftir skýringarreglu 3. gr. laga nr.
2/1993.
394