Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 145
Vegna röksemda íslands um valdheimildir dómstólsins til að túlka 7. gr.
bókunar 9 EES segir svo í dóminum:
Að mati dómstólsins standa engar viðeigandi réttarheimildir því í vegi, að dóm-
stóllinn sé bær til að túlka 7. gr. bókunar 9 EES. Af þeim sökum er rökum ríkis-
stjórnar Islands um lögsögu dómstólsins hafnað.60
Rökstuðningur EFTA-dómstólsins afmarkast við heimildir hans á grund-
velli 34. gr. stofnanasamningsins til þess að veita ráðgefandi álit og lýtur ein-
göngu að 7. gr. bókunar 9 EES. Er því umdeilanlegt að hvaða marki dregnar
verða ályktanir af dóminum um lögsögu EFTA-dómstólsins í málum sem snerta
önnur ákvæði bókunarinnar eða valdbæmi ESA til að taka ákvarðanir á sviði
bókunar 9 EES.61 Hins vegar er ljóst að dómstóllinn hafnaði þriðja skýringar-
möguleikanum, þ.e. að bókun 9 EES væri alfarið undanskilin lögsögu dómstóls-
ins. Þá má að lokum nefna að í rökstuðningi dómsins er ekki tekin afstaða til
þeirra skýringarsjónarmiða sem fram komu um túlkun á 3. mgr. 8. gr. og 20. gr.
EES-samningsins.62 Má því áfram um það deila hvort gagnálykta megi frá
þessum ákvæðum eða ekki.
3.2,4 Svar við fyrstu, fjórðu og fimmtu spurningunni - Tengsl EES-
samningsins og fríverslunarsamningsins
í dóminum er fjallað um fyrstu, fjórðu og fimmtu spuminguna sam-
eiginlega. Mat dómstóllinn þær svo að í þeim fælist í meginatriðum beiðni um
svar við því hvort upprunareglur fríverslunarsamningsins ættu við í aðalmálinu
og hvort EFTA-dómstóllinn hefði lögsögu til að túlka þær. Vék dómstóllinn fyrst
að síðara álitaefninu. Eins og lýst var í kafla 3.2.3 var það mat dómstólsins að af
1. gr. stofnanasamningsins sem og a-lið 2. gr. og 119. gr. EES-samningsins leiddi
að túlka bæri 34. gr. stofnanasamningsins svo að EFTA-dómstóllinn hefði
„lögsögu til að túlka bókanir við EES-samninginn, nema aðra niðurstöðu megi
augljóslega leiða af ákvæðum samningsins“.63 Því næst vék EFTA-dómstóllinn
að eðli fríverslunarsamningsins annars vegar og EES-samningsins hins vegar
og þeirra tengsla sem eru á milli þessara samninga. Benti dómstóllinn í því
sambandi á að fríverslunarsamningurinn er hefðbundinn þjóðréttarsamningur á
meðan EES-samningurinn er þjóðréttarsamningur sérstaks eðlis (sui generis)
60 Sjá 31. málsgrein.
61 Enda þótt ályktanir verði tæplega dregnar af dómum EB-dómstólsins um lögsögu EFTA-dóm-
stólsins til að fjalla um bókun 9 má nefna að EB-dómstóllinn fjallaði um 5. mgr. 2. gr. bókunarinnar
í málinu nr. C-286/02 Bellio F.lli Srl gegn Refettura de Treviso, frá 1. apríl 2004 (enn ekki birtur í
ECR). Úrlausn dómsins byggðist þó fyrst og fremst á ákvörðunum framkvæmdastjómarinnar um
heilbrigðiseftirlit vegna innflutnings á fóðri, sem vísað er til í viðauka I við EES-samninginn, og
13. j>r. EES-samningsins þar sem til hennar er vísað í 5. mgr. 2. gr. bókunar 9.
62 I 36. málsgrein dómsins er tekið fram í öðru samhengi að bókunin feli í sér sérreglur varðandi
fisk og aðrar sjávarafurðir, sbr. 20. gr. samningsins.
63 Sjá 28. málsgrein dómsins.
439