Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 84
Rúm tíu ár er liðin frá því EFTA-dómstóllinn tók til starfa. í Ijósi fyrrgreinds
markmiðs EES-samningsins um samræmda túlkun er ekki úr vegi að spyrja
með hvaða hætti EFTA-ríkin hafa framkvæmt ákvarðanir EFTA-dómstólsins. I
grein þeirri sem hér fer á eftir verður athugað hvemig staðið hefur verið að þeim
málum á íslandi. Til að fá sem heillegasta mynd af því með hvaða hætti ísland
sem aðili að EES-samningnum hefur hrint í framkvæmd ákvörðunum dóm-
stólsins er nauðsynlegt að skoða hvemig bæði Alþingi, íslenskir dómstólar og
íslensk stjómvöld hafa brugðist við þessum ákvörðunum. Megináherslan verð-
ur þó lögð á viðbrögð dómstólanna og verður í því sambandi fyrst og fremst
fjallað um þær ákvarðanir EFTA-dómstólsins sem varða Island beint. Þó verður
einnig litið til þeirra ákvarðana dómstólsins sem ekki varða Island beint en hafa
eigi að síður haft áhrif á Islandi eða komið þar til umfjöllunar með einum eða
öðrum hætti.
Eins og áður segir viðurkenna aðilar EES-samningsins annars vegar sjálfs-
ákvörðunarvald samningsaðilanna og sjálfstæði dómstóla þeirra, en leggja hins
vegar áherslu á að tryggja beri samræmda túlkun og beitingu EES-samningsins
svo að markmiðum hans urn einsleitni verði náð. Þessi staða er í pólitísku og
lagalegu tilliti sérstaks eðlis og leiðir til þess að aðildarríkin verða sem samn-
ingsaðilar að þræða hinn gullna meðalveg milli þess annars vegar að virða sjálf-
stæði löggjafar- og dómsvalds síns og svo hins vegar að efna þær skyldur sem
EES-samningurinn leggur þeim á herðar. Gegna þjóðþing og dómstólar aðildar-
ríkjanna eðlilega mikilvægu hlutverki við að sætta og samræma þessi tvö ólíku
sjónarmið. Er það meginviðfangsefni þessarar greinar að leiða í ljós hvemig að
þeim málum hefur verið staðið á Islandi og hvernig til hefur tekist. Með
framangreint í huga þykir nauðsynlegt, áður en komið verður að meginvið-
fangsefni greinarinnar, að gera nokkra grein fyrir lagaumhverfi EES-samn-
ingsins, stofnanakerfi hans, og þá sérstaklega dómstólsþættinum, reglum samn-
ingsins um það hvemig með skal fara þegar árekstur verður milli EES-réttar og
landsréttar og hver verkaskipting er milli dómstóla aðildarríkjanna annars vegar
og EFTA-dómstólsins hins vegar.5
I samræmi við ofangreint skiptist grein þessi í fjóra meginkafla. I 1. kafla,
sem er inngangskafli, verður með almennum hætti gerð grein fyrir þeim samn-
ingum sem koma við sögu í tengslum við samkomulagið um hið Evrópska efna-
hagssvæði, þjóðréttarlegri stöðu þeirra og hvert gildi þeir hafa að landsrétti á
Islandi. í 2. kafla, sem er meginkafli greinarinnar, verður gerð grein fyrir þeim
tíu málum sem varða Island og komið hafa til kasta EFTA-dómstólsins á starfs-
tíma hans. Verður því fyrst og fremst lýst hver álitaefni íslenskir dómstólar hafa
borið undir EFTA-dómstólinn, hvemig sá dómstóll leysti úr þeim álitaefnum og
hvort íslenskir dómstólar hafa byggt niðurstöður sínar á álitum EFTA-dóm-
5 í þessari umfjöllun verður einungis stiklað á stærstu atriðunum en um frekari umfjöllun vísað
almennt til fræðirita á þessu sviði, t.d. rits Stefáns Más Stefánssonar: Evrópusambandið og
Evrópska efnahagssvæðið. Reykjavík 2000.